
Erlent
Magn koltvísýrings í andrúmslofti aldrei meira

Borkjarnar úr íshellu Suðurskautslandsins staðfesta tilgátur vísindamanna um að magn koltvísýrings í andrúmslofti hafi aldrei verið meira, að minnsta kosti ekki síðustu 800 þúsund árin. Borkjarninn er úr austurhluta Suðurskautslandsins þar sem íshellan er hvað þykkust og mældu vísindamennirnir magn koltvísýrings í loftbólum sem voru innilokaðar í ísnum.