Ekkert eftirlit með merkjum frá ratsjárstöðvum 7. september 2006 21:23 Fjórar ratsjárstöðvar eru á útpóstum landsins og fylgjast með flugumferð í kringum landið. NATO boragði fyrir þessar stövðar og hefur Ratsjárstofnun séð um rekstur þeirra. Fyrirtækið Kögun hefur haft umsjón með hugbúnaðarrekstri loftrvarnarkerfisins. Upplýsingar frá stöðvunum eru notaðar annars vegar við almenna flugumsjón en hins vegar til að verja lofthelgina. Með þessum ratsjárstövðum geta flugvélar ekki laumað sér um lofthelgina óséðar - það er að segja ef einhver kærir sig um að horfa á skjánna og fylgjast með merkjunum. Fyrir nokkrum vikum hætti Bandaríkjaher þessu eftirlitshlutverki. Vilhjálmur Þortsteinsson, stjórnarmaður í Kögun staðfestir að flugherinn hafi tekið sínar pjökkur sama og yfirgefið stjórnstöðina á Keflavíkurflugvelli. Segir Vilhjálmur að þar standi auðir stólar fyrir framan radarskjánna og enginn fylgist með merkjunum. Þó komið sé að leiðarlokum þessa verkefnis hjá Kögun skiptir það óverulegu máli fyrir rekstur fyrirtækisins, að sögn Vilhjálms. Öðru máli kann að skipta fyrir Ratsjárstofnun en þar eru störf 60 starfsmanna í uppnámi. Engar upplýsingar fást þar gefnar um framtíðinina og er vísað í utanríkisráðuneytið. Þar er - sem fyrr - fátt um svör enda er framtíð þessa loftvarnakerfis eitt af bitbeinunum sem tekist er á um við samningaborðið í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn. Samkæmt traustum heimildum hafa Bandaríkjamenn ekki sýnt því neinn áhuga að halda áfram að reka þessar stöðvar - sem þó ætti að vera einn hornsteinninn í loftvörnum landsins og raunar allra NATO ríkja. Það er sum sé ekki nóg með að bandaríkjaher sé farinn með herþoturnar (hinar svokölluðu sýnilegu loftvarnir) - hann er hættur öllu eftirliti með því að óvinveitt loftför, hver svo sem þau ættu að vera, geti laumað sér inní - eða í gegnum lofthelgina. Árlegur kostnaður við reksturinn er einn komma tveir milljarðar króna. Samkæmt sömu heimildum hafa íslendingar í hyggju að reka þessar stöðvar áfram og reyna að tryggja að loftvarnareftirlitsþættinum verði sinnt - með einum eða öðrum hætti. Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Fjórar ratsjárstöðvar eru á útpóstum landsins og fylgjast með flugumferð í kringum landið. NATO boragði fyrir þessar stövðar og hefur Ratsjárstofnun séð um rekstur þeirra. Fyrirtækið Kögun hefur haft umsjón með hugbúnaðarrekstri loftrvarnarkerfisins. Upplýsingar frá stöðvunum eru notaðar annars vegar við almenna flugumsjón en hins vegar til að verja lofthelgina. Með þessum ratsjárstövðum geta flugvélar ekki laumað sér um lofthelgina óséðar - það er að segja ef einhver kærir sig um að horfa á skjánna og fylgjast með merkjunum. Fyrir nokkrum vikum hætti Bandaríkjaher þessu eftirlitshlutverki. Vilhjálmur Þortsteinsson, stjórnarmaður í Kögun staðfestir að flugherinn hafi tekið sínar pjökkur sama og yfirgefið stjórnstöðina á Keflavíkurflugvelli. Segir Vilhjálmur að þar standi auðir stólar fyrir framan radarskjánna og enginn fylgist með merkjunum. Þó komið sé að leiðarlokum þessa verkefnis hjá Kögun skiptir það óverulegu máli fyrir rekstur fyrirtækisins, að sögn Vilhjálms. Öðru máli kann að skipta fyrir Ratsjárstofnun en þar eru störf 60 starfsmanna í uppnámi. Engar upplýsingar fást þar gefnar um framtíðinina og er vísað í utanríkisráðuneytið. Þar er - sem fyrr - fátt um svör enda er framtíð þessa loftvarnakerfis eitt af bitbeinunum sem tekist er á um við samningaborðið í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn. Samkæmt traustum heimildum hafa Bandaríkjamenn ekki sýnt því neinn áhuga að halda áfram að reka þessar stöðvar - sem þó ætti að vera einn hornsteinninn í loftvörnum landsins og raunar allra NATO ríkja. Það er sum sé ekki nóg með að bandaríkjaher sé farinn með herþoturnar (hinar svokölluðu sýnilegu loftvarnir) - hann er hættur öllu eftirliti með því að óvinveitt loftför, hver svo sem þau ættu að vera, geti laumað sér inní - eða í gegnum lofthelgina. Árlegur kostnaður við reksturinn er einn komma tveir milljarðar króna. Samkæmt sömu heimildum hafa íslendingar í hyggju að reka þessar stöðvar áfram og reyna að tryggja að loftvarnareftirlitsþættinum verði sinnt - með einum eða öðrum hætti.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira