Hin árlega veisla knattspyrnuáhugamanna hefst í kvöld þegar riðlakeppni meistaradeildarinnar hefst með látum. Sjónvarpsstöðin Sýn lætur sitt ekki eftir liggja á þeim bænum frekar en venjulega og verður með þrjár beinar útsendingar frá keppninni í kvöld. Þá verða þeir Guðni Bergs og Heimir Karls að sjálfssögðu á sínum stað og fara yfir stöðu mála í leikjum kvöldsins.
Allir leikirnir í kvöld hefjast kl. 18:45 en upphitun með Guðna Bergs og Heimi
Karlssyni hefst á Sýn kl. 18:00.
A Chelsea - Werder Bremen SÝN Extra 2
A Barcelona - Levski Sófía SÝN Extra
B Sporting - Inter Milan
B Bayern Munchen - Spartak Moskva
C Galatasaray - Bordeaux
C PSV Eindhoven - Liverpool Sýn
D Olympiacos - Valencia
D Roma - Shakhtar Donetsk
Sérstakur markaþáttur verður sýndur á Sýn í kvöld strax að loknum leik PSV
og Liverpool kl. 20:40 en þar verða sýnd öll mörkin úr leikjunum átta.