Hætti hjá Renault vegna óvissu um framtíð liðsins 18. september 2006 17:00 Fernando Alonso NordicPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault, sem gengur í raðir McLaren á næsta tímabili, hefur gefið það upp að hann hafi ákveðið að yfirgefa liðið vegna óvissu um framtíð liðsins í Formúlu 1. Tilkynnt var að Alonso færi yfir til McLaren rétt fyrir jól á síðasta ári, en þá gengu sögusagnir fjöllunum hærra að lið Renault hefði ekki í hyggju að vera með keppnislið til frambúðar. "Ég vissi hreint ekki hvað þeir ætluðu að gera," sagði hinn 25 ára gamli Spánverji í samtali við ítalska fjölmiðla. "Ég gat ekki séð fram á að liðið væri ákveðið í að tryggja veru sína á toppnum til framtíðar á fjárhagslegum grundvelli," sagði Alonso, en liðsstjórinn Flavio Briatore hefur viðurkennt að það sé liðinu að kenna að það hafi misst heimsmeistarann úr sínum röðum. "Ef liðið hefði geta sýnt fram á stöðugleika og skýra áætlun, hefði Alonso líklega aldrei farið og því má segja að þetta hafi bara verið spurning um óheppilegar tímasetningar," sagði Briatore. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá Renault, sem gengur í raðir McLaren á næsta tímabili, hefur gefið það upp að hann hafi ákveðið að yfirgefa liðið vegna óvissu um framtíð liðsins í Formúlu 1. Tilkynnt var að Alonso færi yfir til McLaren rétt fyrir jól á síðasta ári, en þá gengu sögusagnir fjöllunum hærra að lið Renault hefði ekki í hyggju að vera með keppnislið til frambúðar. "Ég vissi hreint ekki hvað þeir ætluðu að gera," sagði hinn 25 ára gamli Spánverji í samtali við ítalska fjölmiðla. "Ég gat ekki séð fram á að liðið væri ákveðið í að tryggja veru sína á toppnum til framtíðar á fjárhagslegum grundvelli," sagði Alonso, en liðsstjórinn Flavio Briatore hefur viðurkennt að það sé liðinu að kenna að það hafi misst heimsmeistarann úr sínum röðum. "Ef liðið hefði geta sýnt fram á stöðugleika og skýra áætlun, hefði Alonso líklega aldrei farið og því má segja að þetta hafi bara verið spurning um óheppilegar tímasetningar," sagði Briatore.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira