Telja utanríkisstefnu Japana verða herskárri 20. september 2006 13:15 Shinzo Abe verður næsti forsætisráðherra Japans en hann mun taka við stjórnartaumunum af Junichiro Koizumi í næstu viku. Búist er við að Abe muni reka herskárri utanríkisstefnu en forveri sinn. Abe var kosinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins á þingi hans í morgun með um tveimur þriðju hluta atkvæða. Taro Aso utanríkisráðherra varð í öðru sæti og Tanigaki fjármálaráðherra í því þriðja. Japanska þingið mun svo að öllum líkindum kjósa Abe forsætisráðherra í næstu viku þegar Junichiro Koizumi lætur af embætti sínu enda hefur flokkurinn þar töglin og hagldirnar. Abe er 51 árs gamall og nái hann kjöri verður hann sá yngsti sem sest hefur í stól forsætisráðherra Japans. Hann verður jafnframt fyrsti forsætisráðherrann sem fæddur er eftir heimsstyrjöldina síðari. Faðir hans var utanríkisráðherra og afi forsætisráðherra þannig að honum eru stjórnmálin í blóð borin. Abe er sagður íhaldssamur og því er reiknað með að hann muni reka svipaða stefnu í efnahagsmálum og Koizumi, núverandi forsætisráðherra. Hann er hins vegar sagður herskárri en forveri sinn, meðal annars í kjarnorkudeilunni við Norður-Kóreumenn. Abe vill ennfremur að Japanar hætti að biðjast afsökunar á illvirkjum hersins í styrjöldum fyrri ára og beri höfuðið í staðinn hátt. Því er næsta víst að hann muni halda áfram heimsóknum að Yasukuni-helgidómnum umdeilda sem er nágrannaþjóðunum svo mikill þyrnir í augum. Erlent Fréttir Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Shinzo Abe verður næsti forsætisráðherra Japans en hann mun taka við stjórnartaumunum af Junichiro Koizumi í næstu viku. Búist er við að Abe muni reka herskárri utanríkisstefnu en forveri sinn. Abe var kosinn formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins á þingi hans í morgun með um tveimur þriðju hluta atkvæða. Taro Aso utanríkisráðherra varð í öðru sæti og Tanigaki fjármálaráðherra í því þriðja. Japanska þingið mun svo að öllum líkindum kjósa Abe forsætisráðherra í næstu viku þegar Junichiro Koizumi lætur af embætti sínu enda hefur flokkurinn þar töglin og hagldirnar. Abe er 51 árs gamall og nái hann kjöri verður hann sá yngsti sem sest hefur í stól forsætisráðherra Japans. Hann verður jafnframt fyrsti forsætisráðherrann sem fæddur er eftir heimsstyrjöldina síðari. Faðir hans var utanríkisráðherra og afi forsætisráðherra þannig að honum eru stjórnmálin í blóð borin. Abe er sagður íhaldssamur og því er reiknað með að hann muni reka svipaða stefnu í efnahagsmálum og Koizumi, núverandi forsætisráðherra. Hann er hins vegar sagður herskárri en forveri sinn, meðal annars í kjarnorkudeilunni við Norður-Kóreumenn. Abe vill ennfremur að Japanar hætti að biðjast afsökunar á illvirkjum hersins í styrjöldum fyrri ára og beri höfuðið í staðinn hátt. Því er næsta víst að hann muni halda áfram heimsóknum að Yasukuni-helgidómnum umdeilda sem er nágrannaþjóðunum svo mikill þyrnir í augum.
Erlent Fréttir Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira