Rooney verður betri en George Best 21. september 2006 20:33 Wayne Rooney NordicPhotos/GettyImages Breska dagblaðið Sun heldur áfram að birta kafla úr bók Rio Ferdinand sem enn er óútkomin, en að þessu sinni er tekinn fyrir kafli helgaður framherjanum sterka Wayne Rooney. Ferdinand segir Rooney hafa óbilandi sjálfstraust og ætli sér að verða besti knattspyrnumaður í sögu Manchester United. Ferdinand greinir í bók sinni frá dögum sínum með Rooney hjá Manchester United og enska landsliðinu - og segir að félagar hans kalli hann alltaf "Wazza" á æfingum. Ferdinand segir Rooney vera feiminn og hlédrægan dreng utan vallar, en segir hann hafa ótakmarkað sjálfstraust inni á vellinum. "Wazza er eins og lítill drengur þegar hann gengur inn á völlinn, það hlakkar í honum í hvert sinn - en hann hefur hugarfar þroskaðs atvinnumanns. Hann sagði mér einu sinni að hann ætlaði að verða besti leikmaður í sögu Manchester United, betri en Bryan Robson, Eric Cantona og George Best - og hann var ekkert að grínast. Honum var full alvara með þessu. Hann sagði mér það einu sinni þegar við gengum til búningsherbergja eftir æfingu. Það er ekkert smámál að ætla sér að verða besti leikmaður United frá upphafi, en þegar hann segir svona lagað - þá trúi ég honum. Þetta er ekki hroki, hann hefur bara svona óbilandi trú á sjálfum sér. Allir sjá hvað hann gerir á vellinum. Hann getur allt. Hann er með góðar sendingar og klárar færin sín vel og svo er hann óeigingjarn líka. Ég man þegar ég sá hann fyrst á landsliðsæfingu, en þá trúðu menn því ekki hvað hann var góður. Á einni æfingunni rakti hann boltann frá eigin vallarhelmingi og sólaði hvern manninn á fætur öðrum áður en hann vippaði boltanum yfir Paul Robinson og skoraði. Ég stóð bara í vörninni hinumegin og hló - drengurinn var fáránlega góður," segir Ferdinand í bók sinni. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Breska dagblaðið Sun heldur áfram að birta kafla úr bók Rio Ferdinand sem enn er óútkomin, en að þessu sinni er tekinn fyrir kafli helgaður framherjanum sterka Wayne Rooney. Ferdinand segir Rooney hafa óbilandi sjálfstraust og ætli sér að verða besti knattspyrnumaður í sögu Manchester United. Ferdinand greinir í bók sinni frá dögum sínum með Rooney hjá Manchester United og enska landsliðinu - og segir að félagar hans kalli hann alltaf "Wazza" á æfingum. Ferdinand segir Rooney vera feiminn og hlédrægan dreng utan vallar, en segir hann hafa ótakmarkað sjálfstraust inni á vellinum. "Wazza er eins og lítill drengur þegar hann gengur inn á völlinn, það hlakkar í honum í hvert sinn - en hann hefur hugarfar þroskaðs atvinnumanns. Hann sagði mér einu sinni að hann ætlaði að verða besti leikmaður í sögu Manchester United, betri en Bryan Robson, Eric Cantona og George Best - og hann var ekkert að grínast. Honum var full alvara með þessu. Hann sagði mér það einu sinni þegar við gengum til búningsherbergja eftir æfingu. Það er ekkert smámál að ætla sér að verða besti leikmaður United frá upphafi, en þegar hann segir svona lagað - þá trúi ég honum. Þetta er ekki hroki, hann hefur bara svona óbilandi trú á sjálfum sér. Allir sjá hvað hann gerir á vellinum. Hann getur allt. Hann er með góðar sendingar og klárar færin sín vel og svo er hann óeigingjarn líka. Ég man þegar ég sá hann fyrst á landsliðsæfingu, en þá trúðu menn því ekki hvað hann var góður. Á einni æfingunni rakti hann boltann frá eigin vallarhelmingi og sólaði hvern manninn á fætur öðrum áður en hann vippaði boltanum yfir Paul Robinson og skoraði. Ég stóð bara í vörninni hinumegin og hló - drengurinn var fáránlega góður," segir Ferdinand í bók sinni.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti