ÍE stefnir fyrrv. starfsmönnum og keppinaut fyrir upplýsingastuld 26. september 2006 15:25 MYND/Vilhelm Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál í Bandaríkjunum gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og bandarískum samkeppnisaðila fyrir stuld og misnotkun á eigum félagsins og margvísleg brot á ráðningarsamningum. Fram kemur í tilkynningu að mönnunum sé meðal annars gefið að sök að hafa á ólögmætan hátt afritað og sent frá fyrirtækinu upplýsingar um viðskiptaleyndarmál, staðlaðar rannsóknaraðferðir og vinnuferla, viðskiptasamninga, hugbúnað og gögn í eigu Íslenskrar erfðagreiningar. Í engu tilfelli er um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar um þátttakendur í rannsóknum, enda tryggir dulkóðunarkerfi fyrirtækisins að engar slíkar upplýsingar eru í fórum fyrirtækisins. „Stefndu létu allir af störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu í sumar. Þeir eru: Hákon Hákonarson; fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Íslenskrar erfðagreiningar, Struan Grant; fyrrum verkefnisstjóri í erfðarannsóknum, Robert Skraban; fyrrum starfsmaður í viðskiptaþróunardeild, Jonathan Bradfield sem vann við erfðarannsóknir og Jesus Sainz sem starfaði við lífupplýsingadeild fyrirtækisins. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að í lok síðasta árs gekk Hákon Hákonarson frá samningi við bandaríska sjúkrahúsið Children's Hospital of Philadelphia um að veita forstöðu nýstofnaðri miðstöð fyrir hagnýtar erfðamengjarannsóknir við sjúkrahúsið sem ætlað er að vera í beinni viðskiptalegri samkeppni við Íslenska erfðagreiningu. Að minnsta kosti þrír aðrir hinna stefndu hafa þegar hafið störf á sama vettvangi. Þeir héldu allir samningum sínum og áformum með sjúkrahúsinu leyndum fyrir Íslenskri erfðagreiningu og störfuðu ótrauðir áfram um nokkurra mánaða skeið hjá fyrirtækinu. Eftir margra ára störf sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félagsins byggðu dagleg störf þessara starfsmanna meðal annars á aðgengi að margs konar vísindaniðurstöðum og gögnum sem teljast til verðmætra viðskiptaleyndarmála. Slík gögn eru vistuð í samræmi við strangar öryggisreglur og varin með ýmsum ákvæðum í ráðningarsamningum starfsfólks, sem öll voru brotin af viðkomandi starfsmönnum. Rökstuddur grunur er um að stjórnendur sjúkrahússins hafi haft fulla vitneskju um hina ólögmætu gagnasöfnun og hafa forsvarsmenn þess ákveðið að taka sér stöðu með fimmmenningunum sem varnaraðilar í málinu. Málflutningur vegna kröfu Íslenskrar erfðagreiningar um tafarlaust lögbann á störf fimmmenninganna við miðstöðina og lögbann við notkun hennar á eigum Íslenskrar erfðagreiningar hófst í dag, þriðjudaginn 26. september. Stefnan er í 7 liðum og er meðal annars stefnt vegna brota á lögum um tölvunotkun, samsæri um að stela gögnum og misnota þau, brot á ýmsum ákvæðum ráðningarsamninga; meðal annars um meðferð trúnaðarupplýsinga og störf fyrir samkeppnisaðila, misnotkun viðskiptaleyndarmála, að hafa valdið fyrirtækinu tjóni gagnvart mögulegum styrktar- og samstarfsaðilum fyrirtækisins o.fl. Þá er einnig stefnt fyrir tilraunir til að fela ummerki um afritun gagna og aðra ólögmæta háttsemi, en slíkt er meðal annars brot á skýrum fyrirmælum dómstólsins eftir að stefnan var lögð fram," segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál í Bandaríkjunum gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og bandarískum samkeppnisaðila fyrir stuld og misnotkun á eigum félagsins og margvísleg brot á ráðningarsamningum. Fram kemur í tilkynningu að mönnunum sé meðal annars gefið að sök að hafa á ólögmætan hátt afritað og sent frá fyrirtækinu upplýsingar um viðskiptaleyndarmál, staðlaðar rannsóknaraðferðir og vinnuferla, viðskiptasamninga, hugbúnað og gögn í eigu Íslenskrar erfðagreiningar. Í engu tilfelli er um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar um þátttakendur í rannsóknum, enda tryggir dulkóðunarkerfi fyrirtækisins að engar slíkar upplýsingar eru í fórum fyrirtækisins. „Stefndu létu allir af störfum hjá Íslenskri erfðagreiningu í sumar. Þeir eru: Hákon Hákonarson; fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Íslenskrar erfðagreiningar, Struan Grant; fyrrum verkefnisstjóri í erfðarannsóknum, Robert Skraban; fyrrum starfsmaður í viðskiptaþróunardeild, Jonathan Bradfield sem vann við erfðarannsóknir og Jesus Sainz sem starfaði við lífupplýsingadeild fyrirtækisins. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að í lok síðasta árs gekk Hákon Hákonarson frá samningi við bandaríska sjúkrahúsið Children's Hospital of Philadelphia um að veita forstöðu nýstofnaðri miðstöð fyrir hagnýtar erfðamengjarannsóknir við sjúkrahúsið sem ætlað er að vera í beinni viðskiptalegri samkeppni við Íslenska erfðagreiningu. Að minnsta kosti þrír aðrir hinna stefndu hafa þegar hafið störf á sama vettvangi. Þeir héldu allir samningum sínum og áformum með sjúkrahúsinu leyndum fyrir Íslenskri erfðagreiningu og störfuðu ótrauðir áfram um nokkurra mánaða skeið hjá fyrirtækinu. Eftir margra ára störf sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félagsins byggðu dagleg störf þessara starfsmanna meðal annars á aðgengi að margs konar vísindaniðurstöðum og gögnum sem teljast til verðmætra viðskiptaleyndarmála. Slík gögn eru vistuð í samræmi við strangar öryggisreglur og varin með ýmsum ákvæðum í ráðningarsamningum starfsfólks, sem öll voru brotin af viðkomandi starfsmönnum. Rökstuddur grunur er um að stjórnendur sjúkrahússins hafi haft fulla vitneskju um hina ólögmætu gagnasöfnun og hafa forsvarsmenn þess ákveðið að taka sér stöðu með fimmmenningunum sem varnaraðilar í málinu. Málflutningur vegna kröfu Íslenskrar erfðagreiningar um tafarlaust lögbann á störf fimmmenninganna við miðstöðina og lögbann við notkun hennar á eigum Íslenskrar erfðagreiningar hófst í dag, þriðjudaginn 26. september. Stefnan er í 7 liðum og er meðal annars stefnt vegna brota á lögum um tölvunotkun, samsæri um að stela gögnum og misnota þau, brot á ýmsum ákvæðum ráðningarsamninga; meðal annars um meðferð trúnaðarupplýsinga og störf fyrir samkeppnisaðila, misnotkun viðskiptaleyndarmála, að hafa valdið fyrirtækinu tjóni gagnvart mögulegum styrktar- og samstarfsaðilum fyrirtækisins o.fl. Þá er einnig stefnt fyrir tilraunir til að fela ummerki um afritun gagna og aðra ólögmæta háttsemi, en slíkt er meðal annars brot á skýrum fyrirmælum dómstólsins eftir að stefnan var lögð fram," segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira