Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í meistaradeildinni. Ekkert mark hefur verið skorað í leik Benfica og Manchester United, þar sem gestirnir frá Englandi hafa verið hreint út sagt lélegir. Betur gengur hjá Arsenal, þar sem fyrirliðinn Thierry Henry hefur komið liðinu yfir gegn Porto á Emirates vellinum. Þá hafa þeir Ruud van Nistelrooy, Jose Antonio Reyes og Raul komið Real Madrid í 3-0 gegn Dynamo frá Kænugarði.
Hægt er að nálgast allar upplýsingar um stöðu mála í leikjum kvöldsins á Boltavaktinni hér á miðri íþróttasíðunni hér á Vísi.