Nú hefur verið tilkynnt að þýsku kappakstursbrautirnar Nurburgring og Hockenheim muni skipta með sér mótshaldi í Formúlu 1 næstu fjögur árin. Þetta þýðir að keppnin á næsta ári fer fram á Nurburgring og svo aftur árið 2009, en 2008 og 2010 verður Þýskalandskappaksturinn haldinn á Hockenheim.
Þýskalandskappaksturinn hefur verið haldinn á báðum vígstöðvum síðastliðin 11 ár, en áhorfendum hefur fækkað jafnt og þétt á þessar keppnir að undanförnu og búist er við að þeim fækki enn frekar á næsta ári þegar þjóðhetjan Michael Schumacher leggur stýrið á hilluna.
Mótalistinn í Formúlu 1 lítur því svona út fyrir árið 2007:
18 Mars: Ástralía (Melbourne)8 Apríl: Malasía (Sepang)
15 Apríl: Bahrein (Manama)
13 Maí: Spánn (Barcelona)
27 Maí: Mónakó (Monte Carlo)
10 Juní: Kanada (Montreal)
17 Juní: Bandaríkin (Indianapolis)
1 Julí: Frakkland (Magny-Cours)
8 Julí: Bretland (Silverstone)
22 Julí: Þýskaland (Nurburgring)
5 Ágúst: Ungverjaland (Budapest)
26 Ágúst: Tyrkland (Istanbul)
9 September: Ítalía (Monza)
16 September: Belgía (Spa)
30 September: Kína (Shanghai)
7 Október: Japan (Fuji)
21 Október: Brasilía (Interlagos)