Drogba er funheitur 27. september 2006 21:21 Didier Drogba hefur farið á kostum undanfarið og skorar grimmt - á meðan félagi hans og stórstjarna Andriy Shevchenko hefur ekki skorað í sex leikjum í röð NordicPhotos/GettyImages Jose Mourinho var skiljanlega í skýjunum yfir framherja sínum Didier Drogba eftir leikinn við Levski Sofia í Meistaradeildinni í kvöld, en Fílstrendingurinn sterki skoraði þrennu í 3-1 sigri Chelsea í Búlgaríu. "Drogba er funheitur núna og skorar grimmt bæði í Evrópu og í deildinni. Hann er ekki bara að skora grimmt, heldur vinnur hann vel fyrir liðið og þetta er því frábær dagur fyrir hann og liðið," sagði Mourinho í samtali við Sky sjónvarpsstöðina eftir leikinn í kvöld. Drogba sjálfur er ekkert að missa sig þó hann hafi verið iðinn við kolann undanfarið og hafi skorað 7 mörk í 8 leikjum á tímabilinu. "Ok, ég skoraði þrennu í kvöld og er sáttur við það, en það mikilvægasta er að við náðum í þrjú stig á útivelli í Meistaradeildinni. Það er engu að síður gaman að ná að skora sína fyrstu þrennu fyrir liðið, því ég hef verið að keppast við að ná þeim áfanga síðan ég gekk í raðir Chelsea. Mér líður vel á vellinum og nýt mín til fullnustu þessa dagana," sagði Drogba. Jose Mourinho viðurkenndi að lið sitt hefði þó ekki spilað sérlega vel í Sofia í kvöld og benti á að þrátt fyrir sigurinn væri enn langt í land með að komast upp úr riðlinum erfiða. "Ef Bremen fær sex stig úr leikjum sínum gegn Levski er ég hræddur um að þessi riðill verði gríðarlega erfiður. Ég held að við þurfum að minnsta kosti tíu eða ellefu stig til að fara áfram úr þessum riðli. Við erum enn að bæta okkur sem lið og höfum unnið sex síðustu leiki okkar án þess að spila sérlega vel - svo við erum líklega í ágætri stöðu eftir allt," sagði Mourinho. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sjá meira
Jose Mourinho var skiljanlega í skýjunum yfir framherja sínum Didier Drogba eftir leikinn við Levski Sofia í Meistaradeildinni í kvöld, en Fílstrendingurinn sterki skoraði þrennu í 3-1 sigri Chelsea í Búlgaríu. "Drogba er funheitur núna og skorar grimmt bæði í Evrópu og í deildinni. Hann er ekki bara að skora grimmt, heldur vinnur hann vel fyrir liðið og þetta er því frábær dagur fyrir hann og liðið," sagði Mourinho í samtali við Sky sjónvarpsstöðina eftir leikinn í kvöld. Drogba sjálfur er ekkert að missa sig þó hann hafi verið iðinn við kolann undanfarið og hafi skorað 7 mörk í 8 leikjum á tímabilinu. "Ok, ég skoraði þrennu í kvöld og er sáttur við það, en það mikilvægasta er að við náðum í þrjú stig á útivelli í Meistaradeildinni. Það er engu að síður gaman að ná að skora sína fyrstu þrennu fyrir liðið, því ég hef verið að keppast við að ná þeim áfanga síðan ég gekk í raðir Chelsea. Mér líður vel á vellinum og nýt mín til fullnustu þessa dagana," sagði Drogba. Jose Mourinho viðurkenndi að lið sitt hefði þó ekki spilað sérlega vel í Sofia í kvöld og benti á að þrátt fyrir sigurinn væri enn langt í land með að komast upp úr riðlinum erfiða. "Ef Bremen fær sex stig úr leikjum sínum gegn Levski er ég hræddur um að þessi riðill verði gríðarlega erfiður. Ég held að við þurfum að minnsta kosti tíu eða ellefu stig til að fara áfram úr þessum riðli. Við erum enn að bæta okkur sem lið og höfum unnið sex síðustu leiki okkar án þess að spila sérlega vel - svo við erum líklega í ágætri stöðu eftir allt," sagði Mourinho.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti