Ólafur framlengir við Blika

Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem fram kemur að deildin hafi gert nýjan þriggja ára samning við Ólaf Kristjánsson þjálfara. Ólafur tók við liðinu af Bjarna Jóhannssyni í sumar og stýrði nýliðunum í fimmta sæti í deildinni eftir að það hafði verið í æsilegri fallbaráttu lengst af í sumar.