Sutton til Aston Villa

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa hefur náð samningi við framherjann Chris Sutton um að leika með liðinu það sem eftir lifir leiktíðar. Sutton var með lausa samninga eftir að hafa verið hjá Birmingham á síðustu leiktíð, en gengur nú til liðs við fyrrum stjóra sinn Martin O´Neill sem á í vandræðum með að manna framherjastöður sínar vegna meiðsla hjá Villa.