Jenas missti af æfingu

Enski landsliðsmaðurinn Jermaine Jenas æfði ekki með enska landsliðinu í dag eftir að hafa fengið högg á hnéð á æfingu í gær. Talsmenn enska liðsins segja meiðsli hans minniháttar og vonast til að hann verði klár í slaginn á laugardaginn þegar Englendingar leika við Makedóna og verður sá leikur sýndur beint á Sýn.