Úrslitaleikirnir spilaðir í Moskvu og Róm 4. október 2006 16:55 Luzhniki leikvangurinn í Moskvu hýsir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni árið 2008 Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitaleikirnir í Meistaradeild Evrópu verði háðir í Moskvu árið 2008 og Róm árið eftir. Þá fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008 fram í Manchester á Englandi og í Istanbul í árið eftir. Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu árið 2008 fer fram á Luzhniki leikvanginum í Moskvu, en athygli vekur að það er gervigrasvöllur og fór fyrsti gervigrasleikurinn í Meistaradeild Evrópu einmitt fram á þessum velli fyrir skömmu. Úrslitaleikurinn mun þó ekki fara fram á gervigrasi, þar sem nýtt gras verður lagt á völlinn fyrir úrslitaleikinn eftir tvö ár. Luzhniki var byggður árið 1956 en hefur verið mikið endurnýjaður síðan. Hann tók upphaflega yfir 100.000 manns í sæti en hýsir tæp 85.000 eftir endurbæturnar. Gervigras hefur verið á vellinum síðan árið 2002 og er þetta hágæða gervigras sem nýverið hlaut náð evrópska knattspyrnusambandsins fyrir leiki í meistaradeild. Síðast var haldinn stór úrslitaleikur á Luzhniki árið 1999 þegar Marseille og Parma spiluðu þar til úrslita í Evrópukeppni félagsliða. Úrslitaleikurinn árið 2009 fer svo fram á Ólympíuleikvangnum í Róm, en þann völl þarf líklega ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum. Hér er um að ræða heimavöll ítölsku stórveldanna Lazio og Roma. Úrslitaleikirnir í Evrópukeppni meistaraliða voru spilaðir á velli þessum árin 1977, 1984 og árið 1996. Þá var auðvitað úrslitaleikur Vestur-Þjóðverja og Argentínumanna í heimsmeistarakeppninni spilaður á þessum velli árið 1990. City of Manchester Stadium í Manchester, heimavöllur Manchester City, mun svo hýsa úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008, en hann tekur 47.000 manns í sæti og er einn af nýrri og glæsilegri völlum á Englandi. Völlurinn var upphaflega byggður fyrir Samveldisleikana árið 2002 og er einnig vinsæll tónleikastaður. Loks verður úrslitaleikurinn í sömu keppni árið 2009 haldinn á Sükrü Saraçoglu vellinum í Kadikoy-hluta Istanbul í Tyrklandi, en hann er einstakur fyrir þær sakir að engar hlaupabrautir eru í kring um völlinn. Þetta er heimavöllur knattspyrnuliðsins Fenerbahce. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitaleikirnir í Meistaradeild Evrópu verði háðir í Moskvu árið 2008 og Róm árið eftir. Þá fer úrslitaleikurinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008 fram í Manchester á Englandi og í Istanbul í árið eftir. Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu árið 2008 fer fram á Luzhniki leikvanginum í Moskvu, en athygli vekur að það er gervigrasvöllur og fór fyrsti gervigrasleikurinn í Meistaradeild Evrópu einmitt fram á þessum velli fyrir skömmu. Úrslitaleikurinn mun þó ekki fara fram á gervigrasi, þar sem nýtt gras verður lagt á völlinn fyrir úrslitaleikinn eftir tvö ár. Luzhniki var byggður árið 1956 en hefur verið mikið endurnýjaður síðan. Hann tók upphaflega yfir 100.000 manns í sæti en hýsir tæp 85.000 eftir endurbæturnar. Gervigras hefur verið á vellinum síðan árið 2002 og er þetta hágæða gervigras sem nýverið hlaut náð evrópska knattspyrnusambandsins fyrir leiki í meistaradeild. Síðast var haldinn stór úrslitaleikur á Luzhniki árið 1999 þegar Marseille og Parma spiluðu þar til úrslita í Evrópukeppni félagsliða. Úrslitaleikurinn árið 2009 fer svo fram á Ólympíuleikvangnum í Róm, en þann völl þarf líklega ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum. Hér er um að ræða heimavöll ítölsku stórveldanna Lazio og Roma. Úrslitaleikirnir í Evrópukeppni meistaraliða voru spilaðir á velli þessum árin 1977, 1984 og árið 1996. Þá var auðvitað úrslitaleikur Vestur-Þjóðverja og Argentínumanna í heimsmeistarakeppninni spilaður á þessum velli árið 1990. City of Manchester Stadium í Manchester, heimavöllur Manchester City, mun svo hýsa úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða árið 2008, en hann tekur 47.000 manns í sæti og er einn af nýrri og glæsilegri völlum á Englandi. Völlurinn var upphaflega byggður fyrir Samveldisleikana árið 2002 og er einnig vinsæll tónleikastaður. Loks verður úrslitaleikurinn í sömu keppni árið 2009 haldinn á Sükrü Saraçoglu vellinum í Kadikoy-hluta Istanbul í Tyrklandi, en hann er einstakur fyrir þær sakir að engar hlaupabrautir eru í kring um völlinn. Þetta er heimavöllur knattspyrnuliðsins Fenerbahce.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira