Harma að fjármagn sé ekki eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni 12. október 2006 11:05 MYND/GVA Stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda fagnar nýjum samingi milli Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins um aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Ríkissjónvarpinu á næstu fimm árum. Í ályktun frá stjórninni er það hins vegar harmað að í samningnum sé hvorki fjármagn né útsendingarhlutfall eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni. „Félagið hefur á undanförnum árum ítrekað bent á nauðsyn slíkrar eyrnamerkingar, til að fyrirbyggja að innlent leikið sjónvarpsefni, sem er vinsælasta dagskrárefni í öllum sjónvarpsstöðvum heimsins, en jafnframt eitt hið dýrasta í framleiðslu, þurfi sífellt að keppa við ódýrara efni um fjármagn, með þeim afleiðingum sem við blasa. Augljóst er að sé aðeins miðað við útsendingarmínútur af íslensku efni, hlýtur ávallt að vera hætta á því að tiltölulega ódýrt spjallþáttaefni verði yfirgnæfandi í þeim flokki," segir í ályktuninni. Enn fremur vísar stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda í ákvæði samningsins sem segir að RÚV skuli kaupa eða meðframleiða leikið sjónvarpsefni, kvikmyndir, heimildamyndir eða annað sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum krónar á ári frá og með árinu 2008. Sú upphæð á svo að hækka í 250 milljónir á samningstímanum. „Stjórn FLH væntir þess að röð þeirra efnisflokka sem hér er notuð verði tekin bókstaflega varðandi mikilvægi þeirra í framkvæmd samningsins. Hingað til hefur efnisflokkurinn "annað sjónvarpsefni" ætíð verið í fyrirrúmi í sjónvarpsdagskrá RÚV. Væntanlega er hér gert ráð fyrir öðru," segir að endingu í ályktuninni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda fagnar nýjum samingi milli Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins um aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Ríkissjónvarpinu á næstu fimm árum. Í ályktun frá stjórninni er það hins vegar harmað að í samningnum sé hvorki fjármagn né útsendingarhlutfall eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni. „Félagið hefur á undanförnum árum ítrekað bent á nauðsyn slíkrar eyrnamerkingar, til að fyrirbyggja að innlent leikið sjónvarpsefni, sem er vinsælasta dagskrárefni í öllum sjónvarpsstöðvum heimsins, en jafnframt eitt hið dýrasta í framleiðslu, þurfi sífellt að keppa við ódýrara efni um fjármagn, með þeim afleiðingum sem við blasa. Augljóst er að sé aðeins miðað við útsendingarmínútur af íslensku efni, hlýtur ávallt að vera hætta á því að tiltölulega ódýrt spjallþáttaefni verði yfirgnæfandi í þeim flokki," segir í ályktuninni. Enn fremur vísar stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda í ákvæði samningsins sem segir að RÚV skuli kaupa eða meðframleiða leikið sjónvarpsefni, kvikmyndir, heimildamyndir eða annað sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum krónar á ári frá og með árinu 2008. Sú upphæð á svo að hækka í 250 milljónir á samningstímanum. „Stjórn FLH væntir þess að röð þeirra efnisflokka sem hér er notuð verði tekin bókstaflega varðandi mikilvægi þeirra í framkvæmd samningsins. Hingað til hefur efnisflokkurinn "annað sjónvarpsefni" ætíð verið í fyrirrúmi í sjónvarpsdagskrá RÚV. Væntanlega er hér gert ráð fyrir öðru," segir að endingu í ályktuninni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira