Afmælistónleikar Sykurmolanna 12. október 2006 20:31 Sykurmolarnir saman í Laugardalshöll í nóvember. Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin Sykurmolarnir gáfu út smáskífu með laginu AMMÆLI ætlar hljómsveitin að koma saman aftur og spila á einum tónleikum í Laugardalshöll 17. nóvember. FL Group hefur ákveðið að styðja myndarlega við bakið á Sykurmolunum af þessu tilefni, enda má með nokkrum sanni segja að Sykurmolarnir og útgáfufyrirtæki þeirra, Smekkeleysa, hafi beint og óbeint verið undanfari útrásar íslenskra fyrirtækja. FL Group á jafnframt í ríkulegu samstarfi við aðra íslenska tónlistarmenn, er meðal annars aðal styrktarfyrirtæki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og setti nýverið á laggirnar fjárfestingasjóðinn Tónvís sem vinna mun með íslenskum tónlistarmönnum á erlendum mörkuðum. Icelandair hefur boðið aðdáendum Sykurmola um allan heim sérstakar ferðir á tónleikana og nú þegar er ljóst að áhugi erlendis er meiri en áður hefur þekkst á tónleikum íslenskrar hljómsveitar hér á landi. AMMÆLI kom út 21. nóvember 1986 á Íslandi. Þegar það kom út í Bretlandi fór það beint á toppinn á óháða vinsældarlistanum. Með því hófst farsæll ferill Sykurmolanna og plötuútgáfunnar Smekkleysu undir slagorðinu "heimsyfirráð eða dauði". Fullskipuð kom hljómsveitin síðast fram á tónleikum 18. nóvember 1992. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Smekkleysu sem hefur eins og alþjóð veit verið frá stofnun fyrirtækisins leiðandi í framleiðslu metnaðarfullra listaverka og útbreiðslu íslenskrar tónlistar um heimsbyggðina. Það er mat Smekkleysu að framlag FL Group mun styrkja stoðir fyrirtækisins og efla til góðra verka í framtíðinni. Framkvæmd og skipulagning tónleikanna er í höndum Hr. Örlygs ehf. Miðasala á tónleikana hérlendis hefst þann 25. október og fer fram í verslunum Skífunnar, BT Egilstöðum, Akureyri og Selfossi og á Midi.is. Miðaverð er 5.000 kr í stæði (auk 350 kr miðagjaldi söluaðila) og 6.500 kr. (auk 440 kr miðagjaldi). Lífið Menning Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Sjá meira
Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því hljómsveitin Sykurmolarnir gáfu út smáskífu með laginu AMMÆLI ætlar hljómsveitin að koma saman aftur og spila á einum tónleikum í Laugardalshöll 17. nóvember. FL Group hefur ákveðið að styðja myndarlega við bakið á Sykurmolunum af þessu tilefni, enda má með nokkrum sanni segja að Sykurmolarnir og útgáfufyrirtæki þeirra, Smekkeleysa, hafi beint og óbeint verið undanfari útrásar íslenskra fyrirtækja. FL Group á jafnframt í ríkulegu samstarfi við aðra íslenska tónlistarmenn, er meðal annars aðal styrktarfyrirtæki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og setti nýverið á laggirnar fjárfestingasjóðinn Tónvís sem vinna mun með íslenskum tónlistarmönnum á erlendum mörkuðum. Icelandair hefur boðið aðdáendum Sykurmola um allan heim sérstakar ferðir á tónleikana og nú þegar er ljóst að áhugi erlendis er meiri en áður hefur þekkst á tónleikum íslenskrar hljómsveitar hér á landi. AMMÆLI kom út 21. nóvember 1986 á Íslandi. Þegar það kom út í Bretlandi fór það beint á toppinn á óháða vinsældarlistanum. Með því hófst farsæll ferill Sykurmolanna og plötuútgáfunnar Smekkleysu undir slagorðinu "heimsyfirráð eða dauði". Fullskipuð kom hljómsveitin síðast fram á tónleikum 18. nóvember 1992. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Smekkleysu sem hefur eins og alþjóð veit verið frá stofnun fyrirtækisins leiðandi í framleiðslu metnaðarfullra listaverka og útbreiðslu íslenskrar tónlistar um heimsbyggðina. Það er mat Smekkleysu að framlag FL Group mun styrkja stoðir fyrirtækisins og efla til góðra verka í framtíðinni. Framkvæmd og skipulagning tónleikanna er í höndum Hr. Örlygs ehf. Miðasala á tónleikana hérlendis hefst þann 25. október og fer fram í verslunum Skífunnar, BT Egilstöðum, Akureyri og Selfossi og á Midi.is. Miðaverð er 5.000 kr í stæði (auk 350 kr miðagjaldi söluaðila) og 6.500 kr. (auk 440 kr miðagjaldi).
Lífið Menning Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Sjá meira