Verðbólga minnkaði fyrir utan Noreg 13. október 2006 11:45 Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að meginástæðan minni verðbólgu í Svíþjóð sé lækkun olíuverðs. Kostnaður við samgöngur hafi lækkað verulega samhliða lækkun á olíuverði undanfarna mánuði. Seðlabankinn í Svíþjóð hefur hækkað vexti fjórum sinnum á þessu ári og eru stýrivextir nú 2,5 prósent. Talsmenn bankans hafa gefið í skyn að vextir verði hækkaðir frekar á þessu ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 4 prósent í Svíþjóð á næsta ári. Verðbólga í Danmörku minnkaði einnig í september og mælist 1,5 prósent. Olíuverð á hlut að máli en einnig jókst framleiðni. Greiningardeildin segir minni líkur nú en áður taldar á ofhitnun danska hagkerfisins þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi ekki mælst minna í um 30 ár. Þá hefur innflutningur á ódýrum vörum frá Kína aukist og kemur það í veg fyrir hækkun á neysluvörum. Danski seðlabankinn hækkaði vexti nýlega og eru þeir nú 3,5 prósent í samræmi við hækkun stýrivaxta hjá evrópska seðlabankanum. Búist er við frekari vaxtahækkun á Evrusvæðinu og má því gera ráð fyrir hækkun í Danmörku fyrir árslok. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,3 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári en 0,4 prósentustiga minni hagvexti á næsta ári. Á sama tíma jókst verðbólga í Noregi og er hún nú 2,6 prósent. Norski seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í síðasta mánuði eftir fimm hækkanir frá því í júní í fyrra en stýrivextir bankans eru nú 3 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,4 prósenta hagvexti í Noregi á þessu ári en 2,8 prósenta hagvexti á því næsta og er þetta eina landið í Evrópu sem sjóðurinn spáir auknum hagvexti á milli ára. Fjármálaráðuneytið í Noregi spáir hagvexti fyrir hagkerfið fyrir utan olíuiðnaðinn og skipaiðnaðinn. Ný spá frá þeim sem kom út í síðustu viku gerir ráð fyrir 3,4 prósenta hagvexti á þessu ári og 2,9 prósenta hagvexti á næsta ári. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að meginástæðan minni verðbólgu í Svíþjóð sé lækkun olíuverðs. Kostnaður við samgöngur hafi lækkað verulega samhliða lækkun á olíuverði undanfarna mánuði. Seðlabankinn í Svíþjóð hefur hækkað vexti fjórum sinnum á þessu ári og eru stýrivextir nú 2,5 prósent. Talsmenn bankans hafa gefið í skyn að vextir verði hækkaðir frekar á þessu ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 4 prósent í Svíþjóð á næsta ári. Verðbólga í Danmörku minnkaði einnig í september og mælist 1,5 prósent. Olíuverð á hlut að máli en einnig jókst framleiðni. Greiningardeildin segir minni líkur nú en áður taldar á ofhitnun danska hagkerfisins þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi ekki mælst minna í um 30 ár. Þá hefur innflutningur á ódýrum vörum frá Kína aukist og kemur það í veg fyrir hækkun á neysluvörum. Danski seðlabankinn hækkaði vexti nýlega og eru þeir nú 3,5 prósent í samræmi við hækkun stýrivaxta hjá evrópska seðlabankanum. Búist er við frekari vaxtahækkun á Evrusvæðinu og má því gera ráð fyrir hækkun í Danmörku fyrir árslok. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,3 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári en 0,4 prósentustiga minni hagvexti á næsta ári. Á sama tíma jókst verðbólga í Noregi og er hún nú 2,6 prósent. Norski seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í síðasta mánuði eftir fimm hækkanir frá því í júní í fyrra en stýrivextir bankans eru nú 3 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,4 prósenta hagvexti í Noregi á þessu ári en 2,8 prósenta hagvexti á því næsta og er þetta eina landið í Evrópu sem sjóðurinn spáir auknum hagvexti á milli ára. Fjármálaráðuneytið í Noregi spáir hagvexti fyrir hagkerfið fyrir utan olíuiðnaðinn og skipaiðnaðinn. Ný spá frá þeim sem kom út í síðustu viku gerir ráð fyrir 3,4 prósenta hagvexti á þessu ári og 2,9 prósenta hagvexti á næsta ári.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira