Nýtt met er í uppsiglingu í skilnaðaruppgjöri auðugra hjóna. Eiginkona hins rússneska eiganda knattspyrnuliðsins Chelsea er sögð ætla að skilja við hann vegna sambands hans við tuttughu og þriggja ára gamla ástkonu. Irina og Roman Abramovitsj eru fertug og eiga saman fimm börn.
Þau giftust árið 1991 þegar Arbamovits var fátækur verslunarmaður. Sérfræðingar í uppgjörum af þessu tagi telja að Irina gefi krafist helmingsins af peningum Abramovits. Það munu vera litlir sjöhundruð milljarðar króna.