Pesic semur við Fram

Miðjumaðurinn Igor Pesic, sem leikið hefur með Skagamönnum undanfarin tvö ár, hefur gengið frá þriggja ára samningi við nýliða Fram í Landsbankadeildinni. Pesic leikur því á ný undir stjórn Ólafs Þórðarsonar sem þjálfaði hann hjá ÍA lengst af.