Steven Reid frá í fjóra mánuði

Miðjumaðurinn Steven Reid hjá Blackburn getur ekki spilað fótbolta næstu fjóra mánuðina eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í baki. Reid meiddist í landsleik Íra og Þjóðverja í byrjun september og getur nú ekki byrjað að spila aftur fyrr en í fyrsta lagi í febrúar á næsta ári.