Litlar breytingar hafa orðið á ástandi nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi samkvæmt árlegri úttekt Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem unnin er af ráðgjafarnefnd um nýtingu fiskistofna.
Fram kemur á vef Hafrannsóknarstofnunarinnar að skýrsla þar að lútandi verði birt þann 20. október en þar komi meðal annar fram að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum teljist sjálfbærar en nauðsynlegt sé að draga verulega úr kolmunnaveiðum. Sem fyrr er lagt til að loðnuveiðar verði ekki leyfðar nema hrygningarstofn mælist yfir settu lágmarki.

