Nú styttist í að flautað verði til leiks í Meistaradeild Evrópu. Stórleikur kvöldsins er viðureign Chelsea og Barcelona og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona gegn sínum gömlu félögum og tekur við heiðursverðlaunum frá Chelsea fyrir leikinn.
Barcelona: Valdes, Zambrotta, Puyol, Marquez, Van Bronchorst, Xavi, Edmilson, Deco, Messi, Ronaldinho og Eiður Smári.
Chelsea: Hilario, Boulahrouz, Carvalho, Terry, A. Cole, Essien, Makelele, Lampard, Ballack, Shevchenko og Drogba.
Leikurinn er eins og áður sagði sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 18:30, en þeir Guðni Bergs, Heimir Karls og Hemmi Gunn eru nú að spá í spilin fyrir leiki kvöldsins.
Á sama tíma verður leikur Bordeux og Liverpool sýndur beint á Sýn Extra og leikur Sporting og Bayern Munchen verður sýndur beint á Sýn Extra 2. Útsending frá öllum leikjum hefst 18:30, en flautað er til leiks klukkan 18:45.
Aðrir leikir í kvöld:
Galatasaray - PSV, Inter - Spartak Moskva, Olympiakos - Roma, Valencia - Shaktar Donetsk og svo Bremen - Levski Sofia. Hægt er að fylgjast með stöðu mála í öllum leikjum á Boltavaktinni hér á Vísi, en þar er hægt að skoða liðsuppstillngar, mörk, skiptingar og gul og rauð spjöld.