Forráðamenn West Ham hafa alfarið neitað þeim fregnum bresku blaðanna að stutt sé í að Eggert Magnússon kaupi félagið fyrir 75 milljónir punda. Eggert sjálfur sagði í samtali við NFS í dag að hann furðaði sig á vinnubrögðum bresku blaðanna, því hann ætti enn eftir að funda með stjórn félagsins og það væri frumforsenda þess að hægt sé að gera kauptilboð.