Bradshaw hefur engan rétt til að tala svo harkalega til annarra þjóða 20. október 2006 12:34 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. Ben Bradsaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, gagnrýndi ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar á ný harkarlega í gær. Bradsaw sagði ákvörðunina óskiljanlega ekki hvað síst vegna þess að gefin hefðu verið út veiðileyfi á langreyði sem væri í útrýmingarhættu. Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Bradshaw sé andvígur Íselndingum í hvalveiðimálum en það hafi hins vegar komið honum á óvart sá stóra bróður tónn sem verið hafi í yfirlýsingum hans. Hann telji að Bradshaw hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann hafi ekki stöðu til að tala svona til annarrar þjóðar. Einar segir að skýringin kunni að vera sú að hann sé að hafa uppi mjög rangar fullyrðingar og ef hann byggi skoðun sína á því að við séum að veiða úr stofnum sem séu í útrýmingarhættu sé ekki óeðlilegt að hann hrapi að svo röngum ályktunum. Stofnanir sem veitt sé úr þoli veiðina vel og meira til. Hvalur níu fór á miðin á þriðjudagskvöld. Skipið er nú statt úti fyrir Vestfjörðum og hefur enn ekki náð að veiða hval. Breski sjávarútvegsráðherrann sagði í gær að veiðar Íslendinga myndu verða til þess að draga úr áhuga almennings á að koma til Íslands og til að kaupa íslenskar vörur. Aðspurður segist Einar ekki telja að sá harkalegi tónn sem var í orðum Bradshaws hafi áhrif á samskipti Íslands og Bretlands. Bradshaw hafi þó verið með dulbúnar hótanir þar að lútandi en þegar hann hafi farið yfir málin í heild sinni trúi Einar ekki öðru en að Bradshaw komist að annarri niðurstöðu eins og allir skynsamir menn hljóti að gera. Snarpar umræður voru um málið á Alþingi í gær og gaf stjórnarandstaðan í skyn að ekki væri samstaða um málið í ríkisstjórn vegna fyrirvara frá umhverfisráðherra. Einar segir að ákvörðunin um veiðarnar sé formlega hans og hún hafi verið kynnt rækilega í ríkisstjórn og hún standi á bak við hann. Hann hefði ekki farið af stað með svo stórt mál í andstöðu við ríkisstjórnina. Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að starfsbróðir hans í Bretlandi hafi engan rétt til að tala til annarra þjóða með þeim hætti sem hann talaði til Íslendinga þegar hann gagnrýndi hvalveiðar Íslendinga í gær. Hvalur níu hefur enn ekki sett í hval eftir tæplega þriggja sólarhringa leit. Ben Bradsaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, gagnrýndi ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar á ný harkarlega í gær. Bradsaw sagði ákvörðunina óskiljanlega ekki hvað síst vegna þess að gefin hefðu verið út veiðileyfi á langreyði sem væri í útrýmingarhættu. Einar K. Guðfinsson sjávarútvegsráðherra segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Bradshaw sé andvígur Íselndingum í hvalveiðimálum en það hafi hins vegar komið honum á óvart sá stóra bróður tónn sem verið hafi í yfirlýsingum hans. Hann telji að Bradshaw hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann hafi ekki stöðu til að tala svona til annarrar þjóðar. Einar segir að skýringin kunni að vera sú að hann sé að hafa uppi mjög rangar fullyrðingar og ef hann byggi skoðun sína á því að við séum að veiða úr stofnum sem séu í útrýmingarhættu sé ekki óeðlilegt að hann hrapi að svo röngum ályktunum. Stofnanir sem veitt sé úr þoli veiðina vel og meira til. Hvalur níu fór á miðin á þriðjudagskvöld. Skipið er nú statt úti fyrir Vestfjörðum og hefur enn ekki náð að veiða hval. Breski sjávarútvegsráðherrann sagði í gær að veiðar Íslendinga myndu verða til þess að draga úr áhuga almennings á að koma til Íslands og til að kaupa íslenskar vörur. Aðspurður segist Einar ekki telja að sá harkalegi tónn sem var í orðum Bradshaws hafi áhrif á samskipti Íslands og Bretlands. Bradshaw hafi þó verið með dulbúnar hótanir þar að lútandi en þegar hann hafi farið yfir málin í heild sinni trúi Einar ekki öðru en að Bradshaw komist að annarri niðurstöðu eins og allir skynsamir menn hljóti að gera. Snarpar umræður voru um málið á Alþingi í gær og gaf stjórnarandstaðan í skyn að ekki væri samstaða um málið í ríkisstjórn vegna fyrirvara frá umhverfisráðherra. Einar segir að ákvörðunin um veiðarnar sé formlega hans og hún hafi verið kynnt rækilega í ríkisstjórn og hún standi á bak við hann. Hann hefði ekki farið af stað með svo stórt mál í andstöðu við ríkisstjórnina.
Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira