Um hvað á pólitíkin að snúast? 25. október 2006 12:55 Ég veit ekki alltaf hvort það er gaman að vera kominn aftur heim og farinn að fjalla um pólitíkina hérna. En þetta er kosningavetur, svo þetta ætti að verða spennandi. En - um hvað á þetta allt að snúast? Er um eitthvað að ræða? Höldum við áfram með gatslitnustu umræðuefni síðustu ára, virkjunina við Kárahnjúka, blammeringar um Baugsmál, eða verður máski aftur blásið lífi í deilurnar um kvótakerfið eins og gerðist svo óvænt í síðustu kosningum? Ætlum við kannski að rífast enn einu sinni um hvort skattarnir hafi lækkað eða hækkað - og komast ekki að neinni niðurstöðu vegna þess að sumir hafa hag af því að rugla umræðuna fremur en að gera hana skiljanlegri? Verður þetta kannski bara keppni þar sem snýst ekki um annað en framkomu, peninga, og hver er með bestu auglýsingastofuna? Eða ætlum við að reyna að tala um eitthvað sem skiptir máli í alvörunni, hvernig samfélagi við viljum búa í, hvernig Ísland ætti að vera ef við setjum markið hátt - fljúgum með himinskautum - og hugsum ekki bara í þeim fjórum árum sem eru kjörtímabil þingmanns. --- --- --- Það er til dæmis hægt að tala um ójöfnuðinn hér, það sjá allir að hann hefur aukist mikið á fáum árum. Hitt stéttlausa Ísland, sem menn stærðu sig af eitt sinn, er að hverfa. Er vaxandi misskipting kannski til marks um dýnamískt samfélag þar sem menn geta loks auðgast almennilega, þar sem miklir kraftar hafa losnað úr læðingi? Eða er þetta vandamál? Getur ójöfnuðurinn eyðilagt samfélagið? Er hætta á að lítill hópur manna eignist allt landið? Af hverju hurfu litlu mennirnir - það sem í útlöndum er kölluð stétt smákaupmenna? Stefnir samfélagið í að verða eins og í Bandaríkjunum? Eiga stjórnvöld að gera eitthvað í þessu - eða kemur þetta þeim kannski ekkert við? --- --- --- Við getum talað um hið fáránlega verðlag sem tíðkast hér á öllum sviðum. Af hverju þykir svona sjálfsagt að okra á Íslendingum, líkast því að við séum einhvers konar sláturdýr? Nú virðast menn ætla að gera eitthvað í því að lækka matarverðið - en það er samt ekki nóg. Gleymum ekki heldur verðinu á peningum, hinu hrikalega vaxtaokri sem hér tíðkast í skjóli einangrunar og fámennis. Er ekki ljóst að kerfi með fljótandi gengi þar Seðlabankinn á að stýra með vaxtabreytingum virkar bara alls ekki? Er ekki sýnt að helst enginn ætlar að nota krónuna framvegis nema óbreyttir launþegar sem ekki er boðið upp á annað - að gjaldmiðillinn okkar er svo gott sem ónýtur? Mun einhver þora að tala um Evópusambandið - eða eru menn hræddir við að það stuði kjósendurna? Og varnir landsins - verður hægt að tala um utanríkisstefnuna án þess að allir hrúgist ofan í gömlu skotgröfina úr kalda stríðinu? Má kannski spyrja hvort við kærum okkur um að vera í nánu samstarfi við herveldið Bandaríkin eins og sumum stjórnmálamönnum virðist þykja gefið mál? --- --- --- Svo mætti líka tala um hvað við ætlum að flytja inn margt fólk hingað til að vinna fyrir okkur láglaunastörf sem við kærum okkur ekki um að vinna sjálf, og hvernig ætlum við að koma fram við það ef til dæmis skellur á kreppa? Ætlum við að gera sömu mistök og þjóðirnar í kringum okkur? Leggjum við í að tala um innflytjendamál af öðru en steingeldri rétthugsun? Eða heilbrigðiskerfið, þetta svakalega bákn sem sífellt þarf meira og meira fjármagn? Áræðir einhver að draga í efa hina ofboðslegu miðstýringu sem tröllríður kerfinu og er nú að finna sér birtingarmynd í nýjum 100 milljarða spítala - á kolvitlausum stað? Án þess að nokkur umræða hafi farið fram. Kannski finnst stjórnmálamönnum að málið sé einfaldlega of flókið? Eru einhverjir frambjóðendur tilbúnir að leggja fram almennilegar hugmyndir um hvernig má skera niður ríkisbáknið sem bólgnar út sama hvort hægrimenn eða vinstrimenn eru stjórn? Má nefna einkarekstur án þess að menn fari að veltist um af sjálfvirkri hneykslan - eða bara þá einföldu spurningu hvort ríkið þurfi endilega að vasast í jafn mörgu og það gerir? Við getum kannski líka reynt að tala um alvöru byggðapólitík sem felst ekki bara í að lofa vegum fyrir kosningar, hætta svo við og lofa þeim aftur, heldur viðurkennir þá staðreynd að það er að verða landauðn í sumum bæjum og sveitum. Þá má líka spyrja hvort við ætlum enn einu sinni að keyra upp hagvöxt með stórframkvæmdum, hvort stjórnmálamennirnir séu svo andlausir að þeir kunni ekki önnur ráð eða hvort þeir eigi kannski að láta atvinnulífið alveg eiga sig? Við getum jafnvel farið að pæla í hamingjunni - því hún er kannski líka á verksviði stjórnmálanna - hinum fáránlega langa vinnutíma, hversu tímakaupið hérna er lágt, hvernig við getum fundið betra jafnvægi milli vinnunar og einkalífsins - og kannski temprað neyslubrjálæðið aðeins í leiðinni? --- --- --- Það er auðvelt að fá stjórnmálamenn til að tala mikið á kosningaári - það stendur ekki á þeim að mæta í sjónvarpsþætti - en það er erfiðara að fá þá til að tala skýrt. Þeir taka ekki sénsinn á að láta hanka sig rétt fyrir kosningar. Furðulegt og algjörlega óþarft leynipukur er líka orðið landlægt í pólitíkinni hérna. Svo veit maður heldur ekki hverjir raða sér saman í ríkisstjórn - líklega verður það bara sama gamla. Við kjósendurnir hljótum samt að eiga heimtingu á að vita þetta allt - pólitíkusunum hættir til að gleyma því en þeir eru jú í vinnu hjá okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ég veit ekki alltaf hvort það er gaman að vera kominn aftur heim og farinn að fjalla um pólitíkina hérna. En þetta er kosningavetur, svo þetta ætti að verða spennandi. En - um hvað á þetta allt að snúast? Er um eitthvað að ræða? Höldum við áfram með gatslitnustu umræðuefni síðustu ára, virkjunina við Kárahnjúka, blammeringar um Baugsmál, eða verður máski aftur blásið lífi í deilurnar um kvótakerfið eins og gerðist svo óvænt í síðustu kosningum? Ætlum við kannski að rífast enn einu sinni um hvort skattarnir hafi lækkað eða hækkað - og komast ekki að neinni niðurstöðu vegna þess að sumir hafa hag af því að rugla umræðuna fremur en að gera hana skiljanlegri? Verður þetta kannski bara keppni þar sem snýst ekki um annað en framkomu, peninga, og hver er með bestu auglýsingastofuna? Eða ætlum við að reyna að tala um eitthvað sem skiptir máli í alvörunni, hvernig samfélagi við viljum búa í, hvernig Ísland ætti að vera ef við setjum markið hátt - fljúgum með himinskautum - og hugsum ekki bara í þeim fjórum árum sem eru kjörtímabil þingmanns. --- --- --- Það er til dæmis hægt að tala um ójöfnuðinn hér, það sjá allir að hann hefur aukist mikið á fáum árum. Hitt stéttlausa Ísland, sem menn stærðu sig af eitt sinn, er að hverfa. Er vaxandi misskipting kannski til marks um dýnamískt samfélag þar sem menn geta loks auðgast almennilega, þar sem miklir kraftar hafa losnað úr læðingi? Eða er þetta vandamál? Getur ójöfnuðurinn eyðilagt samfélagið? Er hætta á að lítill hópur manna eignist allt landið? Af hverju hurfu litlu mennirnir - það sem í útlöndum er kölluð stétt smákaupmenna? Stefnir samfélagið í að verða eins og í Bandaríkjunum? Eiga stjórnvöld að gera eitthvað í þessu - eða kemur þetta þeim kannski ekkert við? --- --- --- Við getum talað um hið fáránlega verðlag sem tíðkast hér á öllum sviðum. Af hverju þykir svona sjálfsagt að okra á Íslendingum, líkast því að við séum einhvers konar sláturdýr? Nú virðast menn ætla að gera eitthvað í því að lækka matarverðið - en það er samt ekki nóg. Gleymum ekki heldur verðinu á peningum, hinu hrikalega vaxtaokri sem hér tíðkast í skjóli einangrunar og fámennis. Er ekki ljóst að kerfi með fljótandi gengi þar Seðlabankinn á að stýra með vaxtabreytingum virkar bara alls ekki? Er ekki sýnt að helst enginn ætlar að nota krónuna framvegis nema óbreyttir launþegar sem ekki er boðið upp á annað - að gjaldmiðillinn okkar er svo gott sem ónýtur? Mun einhver þora að tala um Evópusambandið - eða eru menn hræddir við að það stuði kjósendurna? Og varnir landsins - verður hægt að tala um utanríkisstefnuna án þess að allir hrúgist ofan í gömlu skotgröfina úr kalda stríðinu? Má kannski spyrja hvort við kærum okkur um að vera í nánu samstarfi við herveldið Bandaríkin eins og sumum stjórnmálamönnum virðist þykja gefið mál? --- --- --- Svo mætti líka tala um hvað við ætlum að flytja inn margt fólk hingað til að vinna fyrir okkur láglaunastörf sem við kærum okkur ekki um að vinna sjálf, og hvernig ætlum við að koma fram við það ef til dæmis skellur á kreppa? Ætlum við að gera sömu mistök og þjóðirnar í kringum okkur? Leggjum við í að tala um innflytjendamál af öðru en steingeldri rétthugsun? Eða heilbrigðiskerfið, þetta svakalega bákn sem sífellt þarf meira og meira fjármagn? Áræðir einhver að draga í efa hina ofboðslegu miðstýringu sem tröllríður kerfinu og er nú að finna sér birtingarmynd í nýjum 100 milljarða spítala - á kolvitlausum stað? Án þess að nokkur umræða hafi farið fram. Kannski finnst stjórnmálamönnum að málið sé einfaldlega of flókið? Eru einhverjir frambjóðendur tilbúnir að leggja fram almennilegar hugmyndir um hvernig má skera niður ríkisbáknið sem bólgnar út sama hvort hægrimenn eða vinstrimenn eru stjórn? Má nefna einkarekstur án þess að menn fari að veltist um af sjálfvirkri hneykslan - eða bara þá einföldu spurningu hvort ríkið þurfi endilega að vasast í jafn mörgu og það gerir? Við getum kannski líka reynt að tala um alvöru byggðapólitík sem felst ekki bara í að lofa vegum fyrir kosningar, hætta svo við og lofa þeim aftur, heldur viðurkennir þá staðreynd að það er að verða landauðn í sumum bæjum og sveitum. Þá má líka spyrja hvort við ætlum enn einu sinni að keyra upp hagvöxt með stórframkvæmdum, hvort stjórnmálamennirnir séu svo andlausir að þeir kunni ekki önnur ráð eða hvort þeir eigi kannski að láta atvinnulífið alveg eiga sig? Við getum jafnvel farið að pæla í hamingjunni - því hún er kannski líka á verksviði stjórnmálanna - hinum fáránlega langa vinnutíma, hversu tímakaupið hérna er lágt, hvernig við getum fundið betra jafnvægi milli vinnunar og einkalífsins - og kannski temprað neyslubrjálæðið aðeins í leiðinni? --- --- --- Það er auðvelt að fá stjórnmálamenn til að tala mikið á kosningaári - það stendur ekki á þeim að mæta í sjónvarpsþætti - en það er erfiðara að fá þá til að tala skýrt. Þeir taka ekki sénsinn á að láta hanka sig rétt fyrir kosningar. Furðulegt og algjörlega óþarft leynipukur er líka orðið landlægt í pólitíkinni hérna. Svo veit maður heldur ekki hverjir raða sér saman í ríkisstjórn - líklega verður það bara sama gamla. Við kjósendurnir hljótum samt að eiga heimtingu á að vita þetta allt - pólitíkusunum hættir til að gleyma því en þeir eru jú í vinnu hjá okkur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun