Geir og Guðlaugur leiða listana 29. október 2006 02:30 Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Geir varð í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins og Guðlaugur Þór í öðru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafnaði í þriðja sæti og Guðfinna S. Bjarnadóttir í því fjórða. Illugi Gunnarsson náði fimmta sæti, Pétur H. Blöndal, sem gaf kost á sér í 2.-3. sæti, lenti í sjötta sæti og Ásta Möller í sjöunda. Alls greiddu 10.846 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar af voru auð og ógild atkvæði 564. Á kjörskrá voru 21.317 sem þýðir 50,88% kjörsókn. Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins (17. gr.) mæla svo fyrir um að hafi helmingur þeirra sem á kjörskrá eru við lok kjörfundar kosið, er kjörnefnd skylt að gera tillögu til fulltrúaráðsfundar sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að framboðslistinn verði í samræmi við niðurstöður prófkjörsins enda hafi frambjóðendur hlotið atkvæði í eitthvert sæti á að minnsta kosti helmingi gildra kjörseðla. Samkvæmt þessu er niðurstaða prófkjörsins bindandi gagnvart kjörnefnd. Lokatölur úr prófkjörinu: 1 Geir H. Haarde 9.126 í 1. sæti 2 Guðlaugur Þór Þórðarson 5.071 í 1. - 2. sæti 3 Björn Bjarnason 4.506 í 1. - 3. sæti 4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 4.256 í 1. - 4. sæti 5 Illugi Gunnarsson 4.526 í 1. - 5. sæti 6 Pétur H. Blöndal 5.175 í 1. - 6. sæti 7 Ásta Möller 6.057 í 1. - 7. sæti 8 Sigurður Kári Kristjánsson 6.735 í 1. - 8. sæti 9 Birgir Ármannsson 7.106 í 1. - 9. sæti 10 Sigríður Andersen 6.328 í 1. - 10. sæti 11 Dögg Pálsdóttir 5.991 í 1. - 11. sæti 12 Grazyna M. Okuniewska 3.514 í 1. - 12. sæti Geir Haarde, formaður flokksins sagði í samtali við NFS í gærkvöldi að ljóst væri, að Sjálfstæðismenn stilltu upp afar öflugum lista fyrir kosningarnar í vor, fimm af 12 efstu á listanum væru konur og þarna blandaðist saman nýtt fólk og fólk með öfluga reynslu í pólitík. Guðfinna S. Bjarnadóttir, sem hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum fyrr, kveðst allt í senn þakklát, ánægð og undrandi yfir árangri sínum og segist hlakka til að fá að þjóna þjóðinni og flokknum. "Nú þarf að finna nýjan rektor fyrir Háskólann í Reykjavík," segir Guðfinna. Illugi Gunnarsson hagfræðingur er einnig nýr í stjórnmálabaráttu þótt hann hafi haft afskipti af stjórnmálunum sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar. Guðlaugur Þór segir prófkjörsbaráttuna hafa verið skemmtilega og þakkar Birni Bjarnasyni fyrir drengilega og góða baráttu. „Hér er sjálfstæðisfólk að velja á lista fyrir orrustuna í vor og það hefur ákveðið að raða okkur upp með þessum hætti. Björn fær einnig glæsilega kosningu og getur vel við unað og það skiptir mjög miklu máli að hann sé ennþá í fremstu röð okkar sjálfstæðismanna." Guðlaugur segir Geir H. Haarde fá glæsilega kosningu sem og nýir frambjóðendur. Listinn sé vel blandaður körlum og konum. „Ég held að við förum með afskaplega sterkt lið inn í kosningabaráttuna og þetta glæsilega prófkjör leggur grunninn að stórsigri okkar sjálfstæðismanna í vor." Guðlaugur segist sækjast eftir frekari áhrifum í stjórnmálunum og spurður hvort hann geri tilkall til ráðherraembættis í vor segir hann alla sem skipi efstu sæti gera slíkt, því sé ekki öðruvísi farið með sig. „En stóra málið er að vinna kosningarnar og svo að mynda ríkisstjórn. Við skulum því taka þetta í réttri röð." Björn Bjarnason sagðist geta unað vel við stöðu mála þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Öll atkvæði höfðu ekki verið talin og vildi hann því ekki úttala sig um stöðuna. „En miðað við þá baráttu sem hefur verið þá get ég vel við þessa niðurstöðu unað." Innlent Stj.mál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira
Geir H. Haarde og Guðlaugur Þór Þórðarson leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í vor. Geir varð í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins og Guðlaugur Þór í öðru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafnaði í þriðja sæti og Guðfinna S. Bjarnadóttir í því fjórða. Illugi Gunnarsson náði fimmta sæti, Pétur H. Blöndal, sem gaf kost á sér í 2.-3. sæti, lenti í sjötta sæti og Ásta Möller í sjöunda. Alls greiddu 10.846 atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar af voru auð og ógild atkvæði 564. Á kjörskrá voru 21.317 sem þýðir 50,88% kjörsókn. Prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins (17. gr.) mæla svo fyrir um að hafi helmingur þeirra sem á kjörskrá eru við lok kjörfundar kosið, er kjörnefnd skylt að gera tillögu til fulltrúaráðsfundar sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um að framboðslistinn verði í samræmi við niðurstöður prófkjörsins enda hafi frambjóðendur hlotið atkvæði í eitthvert sæti á að minnsta kosti helmingi gildra kjörseðla. Samkvæmt þessu er niðurstaða prófkjörsins bindandi gagnvart kjörnefnd. Lokatölur úr prófkjörinu: 1 Geir H. Haarde 9.126 í 1. sæti 2 Guðlaugur Þór Þórðarson 5.071 í 1. - 2. sæti 3 Björn Bjarnason 4.506 í 1. - 3. sæti 4 Guðfinna S. Bjarnadóttir 4.256 í 1. - 4. sæti 5 Illugi Gunnarsson 4.526 í 1. - 5. sæti 6 Pétur H. Blöndal 5.175 í 1. - 6. sæti 7 Ásta Möller 6.057 í 1. - 7. sæti 8 Sigurður Kári Kristjánsson 6.735 í 1. - 8. sæti 9 Birgir Ármannsson 7.106 í 1. - 9. sæti 10 Sigríður Andersen 6.328 í 1. - 10. sæti 11 Dögg Pálsdóttir 5.991 í 1. - 11. sæti 12 Grazyna M. Okuniewska 3.514 í 1. - 12. sæti Geir Haarde, formaður flokksins sagði í samtali við NFS í gærkvöldi að ljóst væri, að Sjálfstæðismenn stilltu upp afar öflugum lista fyrir kosningarnar í vor, fimm af 12 efstu á listanum væru konur og þarna blandaðist saman nýtt fólk og fólk með öfluga reynslu í pólitík. Guðfinna S. Bjarnadóttir, sem hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum fyrr, kveðst allt í senn þakklát, ánægð og undrandi yfir árangri sínum og segist hlakka til að fá að þjóna þjóðinni og flokknum. "Nú þarf að finna nýjan rektor fyrir Háskólann í Reykjavík," segir Guðfinna. Illugi Gunnarsson hagfræðingur er einnig nýr í stjórnmálabaráttu þótt hann hafi haft afskipti af stjórnmálunum sem aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar. Guðlaugur Þór segir prófkjörsbaráttuna hafa verið skemmtilega og þakkar Birni Bjarnasyni fyrir drengilega og góða baráttu. „Hér er sjálfstæðisfólk að velja á lista fyrir orrustuna í vor og það hefur ákveðið að raða okkur upp með þessum hætti. Björn fær einnig glæsilega kosningu og getur vel við unað og það skiptir mjög miklu máli að hann sé ennþá í fremstu röð okkar sjálfstæðismanna." Guðlaugur segir Geir H. Haarde fá glæsilega kosningu sem og nýir frambjóðendur. Listinn sé vel blandaður körlum og konum. „Ég held að við förum með afskaplega sterkt lið inn í kosningabaráttuna og þetta glæsilega prófkjör leggur grunninn að stórsigri okkar sjálfstæðismanna í vor." Guðlaugur segist sækjast eftir frekari áhrifum í stjórnmálunum og spurður hvort hann geri tilkall til ráðherraembættis í vor segir hann alla sem skipi efstu sæti gera slíkt, því sé ekki öðruvísi farið með sig. „En stóra málið er að vinna kosningarnar og svo að mynda ríkisstjórn. Við skulum því taka þetta í réttri röð." Björn Bjarnason sagðist geta unað vel við stöðu mála þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Öll atkvæði höfðu ekki verið talin og vildi hann því ekki úttala sig um stöðuna. „En miðað við þá baráttu sem hefur verið þá get ég vel við þessa niðurstöðu unað."
Innlent Stj.mál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Sjá meira