Framherjarnir Andriy Shevchenko og Didier Drogba fóru báðir með liði Chelsea til Spánar þar sem liðið sækir Evrópumeistara Barcelona heim í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld. Báðir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða.
Chelsea flaug til Katalóníu í dag og vonast liðið til þess að ná hagstæðum úrslitum gegn Barcelona í riðlakeppninni þar sem Chelsea er á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.