Efnt verður til tveggja prófkjöra hjá Samfylkingunni um helgina og úrslitin í því þriðja verða einnig gerð ljós um helgina. Á laugardaginn kemur fara fram prófkjör flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Úrslit í póstkosningu í Norðausturkjördæmi verða tilkynnt þennan sama dag.