Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta, hvatti í dag yfirvöld í Írak til að þyrma lífi Saddams Hussein, sem var dæmdur til dauða í síðustu viku.
Leiðtoginn sagði að hversu alvarlegir sem glæpir Saddams væru, væri dauðarefsing ekki rétta leiðin. Hann sagði að allir hefðu möguleika á að bæta ráð sitt.