Enn meiðast Börsungar

Evrópumeistarar Barcelona hafa orðið fyrir enn einu áfallinu eftir að læknar liðsins tilkynntu í dag að argentínski framherjinn Javier Saviola væri meiddur á læri og gæti ekki leikið næstu 4-6 vikurnar. Það er því ljóst að það verður nóg að gera hjá þeim Eiði Smára Guðjohnsen og Santiago Ezquerro á næstunni, en þeir eru einu tiltæku framherjarnir í leikmannahópi Barcelona í dag.