5 lögreglumenn handteknir vegna mannrána 14. nóvember 2006 18:45 Lögreglumenn skoða vettvang. MYND/AP Allt bendir nú til þess að 50 starfsmönnum og gestum rannsóknarstofu á vegum menntamálaráðuneytisins í Írak hafi verið rænt í morgun en ekki rúmlega hundrað eins og var sagt í fyrstu. 20 hefur verið sleppt. 5 lögreglumenn hafa verið handteknir og búið er umkringja hús þar sem talið er að gíslar séu í haldi. Mannræningjarnir voru klæddir sérsveitarbúningum lögreglunnar. Þeir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og fóru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, fræðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Lausnargjalds hefur ekki verið krafist og ekki víst hvort súnníum hafi einvörðungu verið rænt eða hvort sjíar hafi einnig verið teknir í gíslingu. Upphaflega var talið að á bilinu hundrað til hundrað og fimmtíu mönnum hefði verið rænt en nú hefur forsætisráðuneytið íraska upplýst að talan er nærri fimmtíu. Menntamálaráðherra Íraks lét loka öllum háskólum landsins eftir atburði morgunsins. Þeir yrðu ekki opnaðir aftur fyrr en öryggi nemenda og starfsmanna hefði verið tryggt - enda hafi mannræningjar oftar en ekki rænt menntamönnum. Stjórnendur háskóla í Írak og námsmenn eru ósáttir við þessa ákvörðun. Ástandið í Írak var til umræðu á fundi sérskipaðrar ráðgjafanefndar Bandaríkjaþings í Washington í dag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við nefndarmenn í gegnum myndsíma í dag. Einnig var rætt við Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra. Nefndin skilar niðurstöðu í næsta mánuði. Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Allt bendir nú til þess að 50 starfsmönnum og gestum rannsóknarstofu á vegum menntamálaráðuneytisins í Írak hafi verið rænt í morgun en ekki rúmlega hundrað eins og var sagt í fyrstu. 20 hefur verið sleppt. 5 lögreglumenn hafa verið handteknir og búið er umkringja hús þar sem talið er að gíslar séu í haldi. Mannræningjarnir voru klæddir sérsveitarbúningum lögreglunnar. Þeir óku pallbílum að ráðuneytinu í morgun og fóru eins og stormsveipur um bygginguna. Þeir skipuðu öllum konum inn í eitt herbergi og höfðu á brott með sér alla karlmenn í húsinu, vísindamenn, fræðimenn, öryggisverði og gesti. Vitni segja byssumenn hafa umkringt ráðuneytið og síðan leitt gísla sína út í járnum. Lausnargjalds hefur ekki verið krafist og ekki víst hvort súnníum hafi einvörðungu verið rænt eða hvort sjíar hafi einnig verið teknir í gíslingu. Upphaflega var talið að á bilinu hundrað til hundrað og fimmtíu mönnum hefði verið rænt en nú hefur forsætisráðuneytið íraska upplýst að talan er nærri fimmtíu. Menntamálaráðherra Íraks lét loka öllum háskólum landsins eftir atburði morgunsins. Þeir yrðu ekki opnaðir aftur fyrr en öryggi nemenda og starfsmanna hefði verið tryggt - enda hafi mannræningjar oftar en ekki rænt menntamönnum. Stjórnendur háskóla í Írak og námsmenn eru ósáttir við þessa ákvörðun. Ástandið í Írak var til umræðu á fundi sérskipaðrar ráðgjafanefndar Bandaríkjaþings í Washington í dag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við nefndarmenn í gegnum myndsíma í dag. Einnig var rætt við Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra. Nefndin skilar niðurstöðu í næsta mánuði.
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira