Sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) hafa uppgötvað plútóníum sem er ekki hægt að gera grein fyrir og leifar af auðguðu úrani. Úranleifarnar sem fundust voru af hárri gráðu en þó ekki nógu hárri til þess að hægt hafi verið að nota það í kjarnorkusprengjur.
Þetta kom fram í skýrslu sem að kom út hjá IAEA í dag. Skýrslan, sem var undirbúin fyrir aðalfund IAEA í næstu viku, bendir líka á að Íranir hafi reynt að koma í veg fyrir að rannsóknarmenn stofnunarinnar hafi getað athugað grunsamleg atriði varðandi kjarnorkustarfsemi þeirra. Ennfremur segir í skýrslunni að án aukinnar samvinnu með yfirvöldum í Tehran, höfuðborg Írans, geti starfsmenn stofnunarinnar ekki sinnt sínum störfum.
Fyrr um daginn sagði forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad, að brátt myndi þjóðin fagna því að þeir hefðu hafið störf við kjarnorkuáætlun sína og að ríki heims myndu bjóða þau opnum örmum inn í samfélag kjarnorkuvæddra þjóða.