Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðana fordæmdi í dag mikil og skipulögð mannréttindabrot Ísraels á Gaza svæðinu og sendi þangað sendinefnd til þess að rannsaka lát 19 óbreyttra palenstínskra borgara í Beit Hanoun í síðustu viku.
Á sérstökum fundi sem ráðið hélt var samþykkt ályktun múslima- og arabaríkja sem kvað á um nauðsynlegar alþjóðlegar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir síendurtekna herleiðangra Ísraels inn á palenstínskt yfirráðasvæði. Þetta var þriði sérstaki fundurinn sem ráðið heldur síðan það var stofnað í júní síðastliðnum.
Ísraelski sendiherrann hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf sagðist harma atvikið í Beit Hanoun en benti á að sökin lægi hjá palestínskum yfirvöldum þar sem þau komu ekki í veg fyrir að þorpið væri notað sem bækistöð til þess að skjóta loftskeytum á Ísrael.
Bandaríkin, sem eru ekki meðlimur að ráðinu, kallaði ályktunina ósvífna tilraun til þess að halla á Ísraelsmenn í deilu þeirra við Palestínu.
Ráðið kom í stað Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna en gagnrýnendur segja að það sé þegar farið að falla í sömu pólitísku gryfjurnar og fyrirrennari þess.