Njörður. P Njarðvík fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember 2006 17:25 Njörður P. Njarðvík, rithöfundur. MYND/Stefán Í dag var hátíðardagskrá í sal Hjallaskóla í Kópavogi þar sem afhent voru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006. Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir: „Njörður P. Njarðvík á að baki langan feril sem kennari í íslenskum bókmenntum og sem rithöfundur. Njörður var um árabil formaður Rithöfundasambands Íslands og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann sat m.a. í útvarpsráði og þjóðleikhúsráði og var formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar 1978-82. Í störfum sínum og skrifum hefur Njörður sýnt að íslenskt mál er honum hugleikið og að honum er annt um vöndun þess. Hann hefur talað fyrir málstað tungunnar með einlægum og skýrum hætti og beitt sér fyrir sérstökum aðgerðum henni til eflingar og til að halda á loft minningu Jónasar Hallgrímssonar. Hann var til að mynda í fylkingarbrjósti þeirra sem stofnuðu til dags íslenskrar tungu fyrir rúmum áratug, með þeim árangri og vinsældum sem við þekkjum." "Nirði P. Njarðvík hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og verk. Hann er heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands. Ráðuneytið telur að með störfum sínum hafi Njörður með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu og riti, með skáldskap, fræðistörfum og kennslu og þar með stuðlað að eflingu hennar, framgangi og miðlun til nýrrar kynslóðar. Hann sé því verðugur viðtakandi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar." Fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu hlýtur Njörður P. Njarðvík Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2006. Verðlaunin eru ein milljón króna og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi. Menningarsjóður Glitnis leggur til verðlaunin. Aðrar viðurkenningar fengu orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands og hina fékk áhugaleikhúsið Hugleikur. Viðurkenningarhafar fá listaverk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Í ráðgjafarnefnd um verðlaun og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu sitja Baldur Sigurðsson, Kristján Árnason og Sigurbjörg Þrastardóttir. Fréttir Innlent Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Í dag var hátíðardagskrá í sal Hjallaskóla í Kópavogi þar sem afhent voru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006 og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu. Þar veitti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Nirði P. Njarðvík verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2006. Í rökstuðningi ráðgjafarnefndar segir: „Njörður P. Njarðvík á að baki langan feril sem kennari í íslenskum bókmenntum og sem rithöfundur. Njörður var um árabil formaður Rithöfundasambands Íslands og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann sat m.a. í útvarpsráði og þjóðleikhúsráði og var formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar 1978-82. Í störfum sínum og skrifum hefur Njörður sýnt að íslenskt mál er honum hugleikið og að honum er annt um vöndun þess. Hann hefur talað fyrir málstað tungunnar með einlægum og skýrum hætti og beitt sér fyrir sérstökum aðgerðum henni til eflingar og til að halda á loft minningu Jónasar Hallgrímssonar. Hann var til að mynda í fylkingarbrjósti þeirra sem stofnuðu til dags íslenskrar tungu fyrir rúmum áratug, með þeim árangri og vinsældum sem við þekkjum." "Nirði P. Njarðvík hafa hlotnast margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín og verk. Hann er heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands. Ráðuneytið telur að með störfum sínum hafi Njörður með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu og riti, með skáldskap, fræðistörfum og kennslu og þar með stuðlað að eflingu hennar, framgangi og miðlun til nýrrar kynslóðar. Hann sé því verðugur viðtakandi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar." Fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu hlýtur Njörður P. Njarðvík Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2006. Verðlaunin eru ein milljón króna og ritsafn Jónasar Hallgrímssonar í skinnbandi. Menningarsjóður Glitnis leggur til verðlaunin. Aðrar viðurkenningar fengu orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands og hina fékk áhugaleikhúsið Hugleikur. Viðurkenningarhafar fá listaverk eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Í ráðgjafarnefnd um verðlaun og viðurkenningar á degi íslenskrar tungu sitja Baldur Sigurðsson, Kristján Árnason og Sigurbjörg Þrastardóttir.
Fréttir Innlent Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira