
Enski boltinn
Aðgerðin heppnaðist vel

Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko hefur nú gengist undir aðgerð á öxl eftir að hann fór úr axlarlið í bikarleik gegn Birmingham á dögunum. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur eftir læknum að aðgerðin hafi heppnast einstaklega vel, en segist ekki geta sagt til um batahorfur hans fyrr en eftir nokkra daga.