SÞ: Ályktun samþykkt 18. nóvember 2006 13:05 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem Ísraelar eru hvattir til að kalla herlið sitt heim frá Gaza-svæðinu. Bandaríkjamenn greiddu atkvæði gegn ályktuninni og Ísraelar sögðu ekki tekið á mikilvægum atriðum málsins. Boðað var til neyðarfundar Allsherjarþingsins í gær vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Tekist var á um ályktunina sem lögð var fram og sitt sýndist hverjum. Bandaríkjamenn ætluðu að greiða atkvæði gegn henni og Ísraelar sögðu ekki tekið tillit til ýmissa mikilvægra þátta. Hvergi væri minnst á Hamas-samtökin og þátt þeirra í átökunum. Að lokum var komist að samkomulagi um orðalag sem fól í sér að árásir Ísraelshers á Beit Hanoun voru harmaðar, en þær hafa kostað fjölda almennra borgara lífið. Ísraelar voru einnig hvattir til að kalla herlið sitt heim frá Gaza-svæðinu og hætta árásum. Ályktunin var samþykkt með atkvæðum 156 fulltrúa. Sjö greiddu atkvæði gegn henni, Ástralar, Bandaríkjamenn, Ísraelar og fulltrúar fjögurra Kyrrahafseyja. Sex fulltrúar sátu hjá. Áheyrnarfulltrúi Palestínumanna á Allsherjarþinginu fordæmdi þá ákvörðun Bandaríkjamanna að greiða atkvæði gegn ályktuninni. Það var fulltrúi Katar sem lagði upphaflegu tillöguna fram. Hann sagði árásir Ísraela fela í sér ítrekuð brot á þeim ályktunum sem þegar hafi verið samþykktar. Það grafi undan trúverðuleika Sameinuðu þjóðanna að láta þær óátaldar. Erlent Fréttir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem Ísraelar eru hvattir til að kalla herlið sitt heim frá Gaza-svæðinu. Bandaríkjamenn greiddu atkvæði gegn ályktuninni og Ísraelar sögðu ekki tekið á mikilvægum atriðum málsins. Boðað var til neyðarfundar Allsherjarþingsins í gær vegna ástandsins á Gaza-svæðinu. Tekist var á um ályktunina sem lögð var fram og sitt sýndist hverjum. Bandaríkjamenn ætluðu að greiða atkvæði gegn henni og Ísraelar sögðu ekki tekið tillit til ýmissa mikilvægra þátta. Hvergi væri minnst á Hamas-samtökin og þátt þeirra í átökunum. Að lokum var komist að samkomulagi um orðalag sem fól í sér að árásir Ísraelshers á Beit Hanoun voru harmaðar, en þær hafa kostað fjölda almennra borgara lífið. Ísraelar voru einnig hvattir til að kalla herlið sitt heim frá Gaza-svæðinu og hætta árásum. Ályktunin var samþykkt með atkvæðum 156 fulltrúa. Sjö greiddu atkvæði gegn henni, Ástralar, Bandaríkjamenn, Ísraelar og fulltrúar fjögurra Kyrrahafseyja. Sex fulltrúar sátu hjá. Áheyrnarfulltrúi Palestínumanna á Allsherjarþinginu fordæmdi þá ákvörðun Bandaríkjamanna að greiða atkvæði gegn ályktuninni. Það var fulltrúi Katar sem lagði upphaflegu tillöguna fram. Hann sagði árásir Ísraela fela í sér ítrekuð brot á þeim ályktunum sem þegar hafi verið samþykktar. Það grafi undan trúverðuleika Sameinuðu þjóðanna að láta þær óátaldar.
Erlent Fréttir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira