Sao Paulo varð í gær brasilískur meistari í knattspyrnu í fjórða sinn. Liðið gerði þá jafntefli við Atletico Paranense og nægði stigið til að gulltryggja titilinn þrátt fyrir að tvær umferðir séu ennþá óleiknar.
Sao Paulo hefur hlotið 74 stig í 36 leikjum og hefur átta stiga forystu á Internacional þegar tvær umferðir eru eftir í brasilíska fótboltanum. Með meistaratitlinum kemst Sao Paulo í hóp með Palmeiras, Corinthians og Flamengo sem alla hafa unnið hann fjórum sinnum í sögunni.