Sérstakur Íslandsdagur var haldinn í Kauphöllinni við Wall Street í New York í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra, kaupsýslumaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar fluttu þar allir erindi og svöruðu svo spurningum á fundi með bandarískum fjármálamönnum. Í lok dagsins hringdi Geir svo bjöllu kauphallarinnar til merkis um að viðskiptum dagsins væri þar með lokið. Tilgangur ferðar þremenninganna var að kynna Bandaríkjamönnum íslenskt viðskiptalíf og fjárfestingatækifæri hérlendis.
Erlent