Roy Carroll í meðferð

Markvörðurinn Roy Carroll hjá West Ham er að sögn bresku blaðanna að ljúka meðferð við áfengis- og spilafíkn. Carroll hefur verið frá keppni um nokkurt skeið vegna þessa, en félagið fékk markvörðinn Gabor Kiraly til liðs við sig í nokkrar vikur til að fylla skarð hans.