Írönum vísað úr keppni

Knattspyrnulandsliði Írana hefur verið vísað úr keppni á alþjóðlegum vettvangi um óákveðinn tíma vegna sífelldra afskipta stjórnvalda í landinu af störfum knattspyrnusambandsins. Alþjóða Knattspyrnusambandið tilkynnti þetta í dag og tók fram að Íranar ættu ekki möguleika á því að snúa aftur til keppni fyrr en búið væri að koma málum knattspyrnusambandsins á hreint, en fresturinn sem FIFA hafði gefið Írönum rann út fyrir viku.