Reyndi að koma syni sínum ólöglega úr landi 23. nóvember 2006 21:36 Maðurinn reyndi að komast til Danmerkur með flugi Iceland Express frá Akureyri. MYND/Kristján Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í morgun þegar hann reyndi að koma nokkurra mánaða syni sínum ólöglega úr landi. Feðganna hafði verið leitað dögum saman eftir að maðurinn rændi barninu. Foreldrar barnsins eru frá höfuðborgarsvæðinu en samband þeirra endaði með skilnaði. Heimildir fréttastofu herma að í fyrstu hafi foreldrarnir skipt forræði en síðar orðið átök og heimildir föðurins til umgengni skertar í kjölfarið. Síðastliðinn laugardag fékk faðirinn að hitta son sinn, sem er aðeins nokkurra mánaða gamall, í kirkju í Reykjavík. Hann hafði samkvæmt úrskurði aðeins eina klukkustund til umráða með syninum en tókst að stinga af með barnið. Eftir að maðurinn stakk af með son sinn voru lögregluyfirvöld meðal annars hérna á Akureyri látin vita, enda talið mögulegt að maðurinn myndi reyna að komast úr landi. Það var svo í morgun að fregnir bárust af því að maðurinn hefði keypt miða með Iceland Express og þá var brugðist við því. Flugvél Iceland Express fór til Kaupmannahafnar eldsnemma í morgun. Þegar maðurinn hafði keypt miðana og var á leið í gegnum vopnaleitina með son sinn létu lögreglumenn til skarar skríða. Þar sem barnið er mjög ungt hafði lögreglan mikla aðgæslu við handtöku mannsins en hún fór fram að lokinn vopnaleit. Barninu heilsast vel og maðurinn sýndi engan mótþróa við handtökuna. Hjónin voru búsett í Danmörku en konan er nú flutt heim til Reykjavíkur. Hæstiréttur hefur úrskurðað móðurinni í hag en lögregla segir að fyrst og fremst sé um forræðisdeilu að ræða. Barnayfirvöld flugu ásamt móður drengsins norður til Akureyrar eftir handtökuna og hefur móðirin fengið barnið í sínar hendur. Föðurnum hefur verið sleppt úr haldi. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Maður var handtekinn á Akureyrarflugvelli í morgun þegar hann reyndi að koma nokkurra mánaða syni sínum ólöglega úr landi. Feðganna hafði verið leitað dögum saman eftir að maðurinn rændi barninu. Foreldrar barnsins eru frá höfuðborgarsvæðinu en samband þeirra endaði með skilnaði. Heimildir fréttastofu herma að í fyrstu hafi foreldrarnir skipt forræði en síðar orðið átök og heimildir föðurins til umgengni skertar í kjölfarið. Síðastliðinn laugardag fékk faðirinn að hitta son sinn, sem er aðeins nokkurra mánaða gamall, í kirkju í Reykjavík. Hann hafði samkvæmt úrskurði aðeins eina klukkustund til umráða með syninum en tókst að stinga af með barnið. Eftir að maðurinn stakk af með son sinn voru lögregluyfirvöld meðal annars hérna á Akureyri látin vita, enda talið mögulegt að maðurinn myndi reyna að komast úr landi. Það var svo í morgun að fregnir bárust af því að maðurinn hefði keypt miða með Iceland Express og þá var brugðist við því. Flugvél Iceland Express fór til Kaupmannahafnar eldsnemma í morgun. Þegar maðurinn hafði keypt miðana og var á leið í gegnum vopnaleitina með son sinn létu lögreglumenn til skarar skríða. Þar sem barnið er mjög ungt hafði lögreglan mikla aðgæslu við handtöku mannsins en hún fór fram að lokinn vopnaleit. Barninu heilsast vel og maðurinn sýndi engan mótþróa við handtökuna. Hjónin voru búsett í Danmörku en konan er nú flutt heim til Reykjavíkur. Hæstiréttur hefur úrskurðað móðurinni í hag en lögregla segir að fyrst og fremst sé um forræðisdeilu að ræða. Barnayfirvöld flugu ásamt móður drengsins norður til Akureyrar eftir handtökuna og hefur móðirin fengið barnið í sínar hendur. Föðurnum hefur verið sleppt úr haldi.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira