Tíu farþegar slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar rútubíll með fimmtíu og fimm farþega á leið frá Þrándheimi til Oslóar valt út af veginum í Dofrafjöllum í nótt. Talið er að vindhviða hafi feykt bílnum út af veginum. Fólkið braut sér leið út úr flakinu og sóttu þyrlur þá mest slösuðu.
Erlent