Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham á yfir höfði sér sekt eftir að hann rauk beint til síns heima eftir að honum var skipt af velli í sigri liðsins á Sheffield United. Alan Pardew knattspyrnustjóri liðsins var ekki sáttur við framkomu leikmannsins.
"Tevez hefur líklega bara verið ósáttur við frammistöðu sína í dag en það breytir því ekki að þetta er óásættanleg hegðun og vanvirðing við mig og félaga hans í liðinu. Ég á eftir að ræða við hann, en svona lagað verður ekki liðið," sagði Pardew og bætti við að hann hefði ekki verið ósáttur við spilamennsku leikmannsins - honum hafi verið skipt af velli til að þétta vörnina.