Varar við borgarastyrjöld í þremur löndum 27. nóvember 2006 09:39 Ísraelskur hermaður gengur á skriðdrekaröð nærri Kibbutz Mefalsim í suðurhluta Ísraels nærri Gasaströndinni. MYND/AP Abdullah, konungur Jórdaníu, varar við því að borgarastyrjöld kunni að brjótast út í þremur ríkjum í Miðausturlöndum ef alþjóðasamfélagið grípi ekki inn í. Löndin sem um ræðir eru Líbanon, Írak og palestínsku sjálfsstjórnarsvæðin en þar hefur spenna magnast að undanförnu. Abdullah segir lykilatriði að leysa deilu Ísraela og Palestínumanna þar sem átökin í Írak og ástandið í Líbanon séu að hluta til tengd henni. Sagði hann Bandaríkjamenn verða að horfa á heildarmyndina þegar þeir reyndu að leysa vandamálin í Írak og fá til liðs við sig Írana og Sýrlendinga, en andað hefur köldu milli þjóðanna tveggja og Bandaríkjanna undanfarin misseri. Reiknað er með að Abdullah taki málið upp á fundi sínum með George Bush Bandaríkjaforseta síðar í vikunni. Eins og kunnugt er var Pierre Gemayel, iðnðarráðherra Líbanons, myrtur á þriðjudaginn var og telja margir Líbanar að Sýrlendingar hafi staðið á bak við morðið. Þá létust á þriðja hundrað manns í árásum í Bagdad á fimmtudag því er óhætt að segja að ástandið í báðum löndum sé eldfimt. Hins vegar var vopnahléi komið á milli Hamas-samtakanna og Ísraelshers á Gaza um helgina og það virðist af mestu hafa verið virt. Ísraelskir hermenn skutu þó palestínskan andófsmann og konu í morgun. Erlent Fréttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Abdullah, konungur Jórdaníu, varar við því að borgarastyrjöld kunni að brjótast út í þremur ríkjum í Miðausturlöndum ef alþjóðasamfélagið grípi ekki inn í. Löndin sem um ræðir eru Líbanon, Írak og palestínsku sjálfsstjórnarsvæðin en þar hefur spenna magnast að undanförnu. Abdullah segir lykilatriði að leysa deilu Ísraela og Palestínumanna þar sem átökin í Írak og ástandið í Líbanon séu að hluta til tengd henni. Sagði hann Bandaríkjamenn verða að horfa á heildarmyndina þegar þeir reyndu að leysa vandamálin í Írak og fá til liðs við sig Írana og Sýrlendinga, en andað hefur köldu milli þjóðanna tveggja og Bandaríkjanna undanfarin misseri. Reiknað er með að Abdullah taki málið upp á fundi sínum með George Bush Bandaríkjaforseta síðar í vikunni. Eins og kunnugt er var Pierre Gemayel, iðnðarráðherra Líbanons, myrtur á þriðjudaginn var og telja margir Líbanar að Sýrlendingar hafi staðið á bak við morðið. Þá létust á þriðja hundrað manns í árásum í Bagdad á fimmtudag því er óhætt að segja að ástandið í báðum löndum sé eldfimt. Hins vegar var vopnahléi komið á milli Hamas-samtakanna og Ísraelshers á Gaza um helgina og það virðist af mestu hafa verið virt. Ísraelskir hermenn skutu þó palestínskan andófsmann og konu í morgun.
Erlent Fréttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira