Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í dag frávísun 700 milljarða króna sektar á hendur tóbaksframleiðandanum Philip Morris.
Yfir ein milljón manna tók þátt í hópmálsókn gegn Philip Morris fyrir að gefa villandi upplýsingar um skaðsemi "léttra" sígaretta. Dómari í Illinois var því sammála og sektaði fyrirtækið um rúmlega sjöhundruð milljarða króna, árið 2003.
Hæstiréttur í Illinois vísaði málinu frá á síðasta ári og Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti þá frávísun, í dag.