Úkraínska skartgripahúsið Lobortas & Karpova afhjúpaði í dag gullhring með alls 837 afrískum og jakútskum demöntum og segja þeir jafnframt að þetta sé heimsmet í fjölda demanta á einum hring. Ekki hefur þó verið gefið upp hversu mikils virði hringurinn, sem kallaður er "Dans engilsins" er en hann er í einkaeign úkraínskar viðskiptakonu.
Skartgripahúsið sem að framleiddi hringinn ætlar sér að koma Úkraníu í fremstu röð í skartgripaheiminum og hefur það þegar sótt um pláss fyrir hringinn í Heimsmetabók Guinness.