Á ráðstefnu Norður-Atlantshafs Bandalagsins (NATO) lofuðu aðildarríki því að leyfa herliðum sín í Afganistan að taka þátt í bardögum en George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði lagt mikla áherslu á málið fyrir ráðstefnuna.
Í september síðastliðnum varð samstarf í NATO stirt eftir að Frakkar, Þjóðverjar, Ítalir og Spánverjar neituðu að senda fleiri hersveitir til Afganistan en útaf því hafa breskar, kanadískar og hollenskar hersveitir hingað til þurft að taka á sig allflestu hættulegustu leiðangra í Afganistan.
Þær hersveitir sem eru fyrir í Afganistan eru þar margar með ýmsum skilyrðum um þáttöku í stríðinu gegn uppreisnarmönnum Talibana en eftir leiðtogafundinn er búist við því að hægt sé að nota flestar þær hersveitir, sem staðsettar eru í Afganistan, í baráttunni gegn Talibönum.