British Airways skýrði frá því í dag að það hefði fundið leifar af geislavirka efninu sem að varð Alexande Litvinenko, fyrrum rússneskum njósnara, að bana. Flugfélagið skýrði frá því að þrjár skammfleygar B767 vélar hefðu verið teknar úr umferð til þess að hægt væri að rannsaka þær og að leifar hefðu fundist í tveimur vélanna. Einnig var tekið fram að vélarnar myndu ekki verða teknar í notkun aftur um óákveðinn tíma.
Flugfélaginu var sagt að geislunarhætta í vélunum hefði verið mjög lítil en engu að síður væri verið að hafa samband við þá sem ferðuðust með vélunum en þær fljúga allar innan Evrópu.