Búist er við því að nefnd sem George W. Bush Bandaríkjaforseti skipaði til þess að meta stefnuna í Írak og koma með nýjar tillögur um hvað er hægt að gera skili skýrslu sinni af sér þann sjötta desember næstkomandi. Nefndin starfar sjálfstætt og er þverpólitískt skipuð. Einnig er búist við því að hún eigi eftir að mæla með samstarfi með Sýrlandi og Íran til þess að reyna að stöðva þá öldu ofbeldis sem gengur yfir landið um þessar mundir.
Bush er sem stendur í Jórdaníu til þess að eiga viðræður við konunginn þar í landi sem og forsætisráðherra Íraks.