Grönholm með gott forskot

Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm á Ford hefur 28 sekúndna forskot á landa sinn og liðsfélaga Mikko Hirvonen eftir fyrsta keppnisdag í Bretlandsrallinu í dag. Grönholm hafði lýst því yfir fyrir keppnina að hann hefði áhyggjur af leðjunni á vegunum í Wales, en hann hefur ekið mjög vel þrátt fyrir erfið skilyrði.